Trausti Hjaltason, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs, ritar grein í 13. tölublað Eyjafrétta þann 25. mars sl. �?g vil þakka þær upplýsingar sem þar koma fram en ég vil varpa fram nokkrum spurningum og leita eftir upplýsingum.
1. Hvað eru margir skjólstæðingar félagsþjónustunnar í húsnæði á vegum Vestmannaeyjabæjar?
2. Hvað er langur biðlisti eftir slíkum íbúðum?
3. Hvert er leiguverð á fermetra á hinum frjálsa markaði?
4. Hver eru áform Vestmannaeyjabæjar vegna byggingu á leiguhúsnæði?
5. Vita bæjaryfirvöld til þess að búið sé í ósamþykktu húsnæði?
Bestu kveðjur, Oddur Júlíusson.