Skýringin á rafmagnselysinu í Vestmannaeyjum klukkan þrjú í gær er bil­un í Vest­manna­eyj­a­streng 3 sem liggur að stærst­um hluta í sjó og er ann­ar af tveim­ur sem flytja raf­magn til Vest­manna­eyja. Mbl. greindi frá þessu og vitnað í tilkynningu frá Landsneti. �?ar seg­ir enn frem­ur að strax í gær­kvöldi hafi bilana­leit haf­ist og þurfti tíma­bundið að rjúfa all­an raf­magns­flutn­ing til Eyja vegna þess. Var­araf­stöðvar HS veitna sáu Vest­manna­eyj­um fyr­ir raf­magni á meðan.
Fyrstu mæl­ing­ar benda til að staðsetn­ing bil­un­ar sé í sjó, um miðja vegu milli lands og Eyja. Í dag verður unnið við að staðfesta bil­an­astað en aðgerðaráætl­un fyr­ir viðgerð er kom­in af stað.
Vest­manna­eyj­a­streng­ur 1 sér nú einn um að flytja raf­magn til Eyja.