Samkvæmt alþjóðasamningum og íslenskum lögum þá ber rekstraraðilum alþjóðaflugvalla að halda reglulega viðamiklar viðbragðsæfingar. Svokallaðar flugslysaæfingar hafa verið haldnar á öllum íslenskum áætlunarflugvöllum á fjögurra ára fresti undanfarin ár.
Í ljósi íslenskra aðstæðna voru þessar æfingar frá upphafi reknar á almannavarnarstigi, það er allar þær einingar sem skráðar eru sem viðbragðsaðilar í almannavarnarskipulagi aðliggjandi bæjarfélags eru þátttakendur í þessum æfingum.
Um næstu helgi eða þann 8. apríl verður haldin flugslysaæfing á Vestmannaeyjaflugvelli. �?etta er í fimmta skipti sem haldin er slík æfing á Vestmanneyjaflugvelli síðan þetta skipulag var tekið upp.
Til þess að líkja eftir slysi er búinn til vettvangur þar sem bílflökum, gámum og ýmsu öðru er komið fyrir og síðan er um tuttugu �??slösuðum�?? komið fyrir á og nærri vettvangi. �?etta eru ungmenni sem hafa verið förðuð þannig að þau líti út sem slösuð. Einnig eru eldar kveiktir í dóti á svæðinu og í heild er verið að líkja eftir slysavettvangi.
Flugturninn boðar síðan aðgerðir í gegnum Neyðarlínuna sem boðar alla vettvangsaðila í Eyjum til starfa auk hundruð manna á fastalandinu (sem eiga þó ekki að mæta).
Viðbragðsaðilar mæta í kjölfarið, hlúa að slösuðum og síðan eru þeir fluttir í flugstöð til frekari skoðunar, aðhlynningar og flutnings áfram á sjúkrahús uppi á landi. Í framhaldi er æfingunni slitið.
�?eir sem boðaðir eru í Eyjum er Björgunarfélagið, slökkvilið bæjarins, sjúkrahús- og heilsugæsla, lögreglan, Rauði krossinn, fólk frá Vestmannaeyjabæ, starfsfólk flugfélags og starfsmenn Isavia, alls vel á annað hundrað talsins.
�?að er því rétt að vara bæjarbúa við því að þótt mikið kunni að ganga á uppi á flugvelli á laugardeginum komandi og bílar sjáist með blikkandi ljósum og eldar logi þá er um æfingu að ræða og engin ástæða til ótta.
Með þökk fyrir samvinnuna.
Bjarni Sighvatsson-Flugvalladeild Isavia.