Bæjarráð Vestmannaeyja – 3047. Fundur haldinn í fundarsal að Bárustíg 15 efri hæð, 6. apríl 2017 og hófst hann kl. 12.00
Fundinn sátu:
Páll Marvin Jónsson formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason aðalmaður, Stefán �?skar Jónasson aðalmaður, Birna �?órsdóttir varamaður og Auður �?sk Vilhjálmsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Endurskoðendur KPMG, Helgi Nielssen og Magnús Jónsson mættu á fundinn og kynntu ársreikninginn. Einnig sátu Jón Pétursson, �?lafur Snorrason og Magnús �?orsteinsson fundinn við umræðu um ársreikninginn. Að máli loknu véku gestir af fundi.
Dagskrá:
1.
201701083 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016
Á fundinn komu Helgi Níelsson og Magnús Jónsson endurskoðendur KPMG og fóru yfir ársreikningin og endurskoðunarskýrsluna.
Bæjarráð þakkar endurskoðendum fyrir yfirferðina og vel unnin störf við gerð ársreikningsins. Bæjarráð vísar ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana vegna ársins 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðar í dag.
2.
201704057 – Sala á Kap VE-41 í eigu Vinnslustöðvarinnar.
Erindi frá VSV 23. mars s.l. þar sem Vestmannaeyjabæ er boðið forkaupsréttur að Kap VE.41 í samræmi við ákvæði 12.gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Erindi frá VSV dags. 23. mars s.l. þar sem Vestmannaeyjabæ er boðið forkaupsréttur að Kap VE. í samræmi við ákvæði 12.gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að skipið sé selt ásamt öllu fylgifé, tækjum og búnaði sem skipinu fylgir og tilheyrir. Skipið hefur leyfi til veiða í atvinnuskyni en engin aflahlutdeild eða aflamark eða aðrar veiðiheimildir munu fylgja skipinu við söluna.
Bæjarráð þakkar VSV fyrir upplýsingarnar og tilboð um forkaupsrétt þann sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða í þeim tilgangi að skapa sátt um sjávarútveg. Bæjarráð telur hinsvegar ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.
3.
201702092 – Bókagjöf Ágústar Einarssonar til Bókasafns Vestmannaeyja.
Erindi frá Arnari Sigurmundssyni, Kára Bjarnasyni og Helga Bernódussyni dags.25.mars s.l. varðandi hugmyndir/tillögur um Menningarsafn og hátíðarsal í Ráðhúsi Vestmannaeyja.
Í erindinu er lagt til að sérstaklega verði skoðað að nýta gamla sjúkrahúsið sem seinustu ár hefur verið nýtt undir bæjarskrifstofur sem nokkurskonar blöndu af viðhafnarsal sveitarfélagsins og fágætissafns. Í hugmyndinni er sérstaklega bent á að vel færi á að nýta húsið undir fágætissafn Ágústar Einarssonar, valin listaverk í eigu Vestmannaeyjabæjar svo Kjarvalssafnið, Sigmundssafnið, valið efni úr ljósmyndasafni Sigurgeirs Jónassonar og ljósmyndasafni Vestmannaeyja. �?á yrði þar komið fyrir virðulegum móttökusal fyrir Vestmannaeyjabæ og íbúa.
Bæjarráð er jákvætt fyrir þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og felur bæjarstjóra að skila minnisblaði til ráðsins þar sem hugmyndinni er stillt upp sem verklegri framkvæmd. �?á samþykkir ráðið að taka til sérstakrar umfjöllunar framtíðarstaðsetningu bæjarskrifstofa þegar minnisblað bæjarstjóra liggur fyrir.
4.
201704070 – �?sk um afnot af sal í Félagsheimilinu við Heiðarveg (Kviku) til tónleikahalds.
Erindi frá Mosfellskórnum í Mosfellsbæ dags. 13. mars s.l. þar sem óskað er eftir afnotum af sal í Félagsheimilinu við Heiðarveg til tónleikahalds laugardaginn 20. maí n.k. kl. 17.00
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
5.
200708078 – Trúnaðarmál lögð fyrir bæjarráð
Afgreiðsla trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðar-og samningamálafundargerð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.10