�?að var mikil stemning á Herrakvöldi handboltans í Golfskálanum í síðustu viku þar sem mættu um 130 manns, allt gallharðir stuðningsmenn ÍBV. Maturinn þótti frábær enda snilldarkokkar sem stóðu yfir pottunum, Jónas Logi, Halli Sverris, Hjalli Baldurs og Kári Fúsa. Jói Pé hélt sína hefðbundnu þrumuræðu og Kenneth Máni kom út tárunum á jafnvel þeim allra hörðustu með hugnæmu erindi sínu.
Svo var hefðbundin spurningakeppni, pílukast og fleira. Allir skemmtu sér hið besta og vill hand-
knattleiksráð ÍBV koma á framfæri þakklæti til allra sem hjálpuðu til og styrktu Herrakvöldið.