ÍBV þurfti að sætta sig við tap þegar liðið mætti Gróttu í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir náðu fljótt forystu í leiknum og var aldrei líklegt að ÍBV myndi ógna henni að neinu ráði. Leiknum lyktaði með níu marka tapi, 23:32 og endar ÍBV í fimmta sæti deildarinnar. Sandra Erlingsdóttir var markahæst í dag með átta mörk.