ÍBV og Valur mættust í átta liða úrslitum íslandsmótsins í dag þar sem heimamenn í ÍBV fóru með sigur af hólmi, 29:21. Mikill hiti var í leiknum og var lengst af nokkuð jafnræði með liðunum en ÍBV þó alltaf skrefinu á undan. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstu með sex og varði Stephen Nielsen 17 skot í markinu.
Liðin mætast aftur á miðvikudaginn kl. 20:00 en þá verður leikið í Valshöllinni.
Myndir frá leiknum.