Ljóst er að Eyjamenn munu leika oddaleik gegn Valsmönnum næstkomandi laugardag í Vestmannaeyjum kl. 16:00 eftir fjögurra marka tap í kvöld, 31:27. Valsmenn voru allan tíman með yfirhöndina þrátt fyrir ágætis kafla hjá Eyjamönnum undir lok leiks þar sem þeim tókst að jafna leikinn 25:25. Dró þá úr gestunum sem fóru illa að ráði sínu og hleyptu heimamönnum aftur fram úr sér.
8 – Sigurbergur Sveinsson
6 / 4 – Theodór Sigurbjörnsson
6 – Róbert Aron Hostert
2 – Agnar Smári Jónsson
1 – Magnús Stefánsson
1 – Ágúst Emil Grétarsson
1 – Dagur Arnarsson
1 – Elliði Snær Viðarsson
1 – Grétar �?ór Eyþórsson
15 / 1 – Stephen Nielsen