Vestmannaeyjabær hefur ráðið Erling Richardsson sem skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja til afleysinga í eitt ár skólaárið, 2017 til 2018, og mun hann leysa Sigurlás �?orleifsson af en hann hefur fengið samþykkt námsleyfi.
Erlingur lauk kennaranámi árið 1997 og hefur síðan þá bætt við sig námi á bæði BS. og MA stigi. Auk þess hefur hann sótt fjölmörg námskeið, fyrirlestra og ráðstefnur ma. tengd uppeldi, þjálfun og skólastarfi. Hann hefur fengist við þjálfun frá árinu 1988 hjá öllum aldursflokkum og báðum kynjum allt frá yngstu iðkendum upp í A landslið. �?á hefur hann kennt bæði við grunn- og framhaldsskóla sem og við háskóla auk þess að hafa setið í stjórn íþróttakennarafélags Íslands. Meðal þeirra skóla sem Erlingur hefur stundað kennslu eru Barnaskóli Vestmannaeyja, Hlíðaskóli, Framhaldsskóli Vestmannaeyja, Háskólinn í Reykjavík og fl.
Vestmannaeyjabær fagnar ráðningunni og er þess fullviss að reynsla og hæfni Erlings falli vel að þeim öfluga hópi starfsmanna sem fyrir eru hjá Grunnskóla Vestmannaeyja.
Jón Pétursson
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs.