Guðni Ágústsson, fyrrum þingmaður Sunnlendinga og ráðherra átti marga góða spretti í Vestmannaeyjum sem ræðumaður. Eftirminnilegast í huga þess sem þetta skrifar er ræðan sem hann flutti í Safnaðarheimili Landakirkju þar sem hann afhenti Mara pípara og fleirum Lagnaverðlaun fyrir vel unnið verk.
�?tgangspunkturinn var að píparar hefðu gert betur í að ná hita í kropp Íslendinga en prestar í gegnum aldirnar. �?á er ekki síður eftirminnileg hátíðarræðan í fimmtugsafmæli Magnúsar Kristinssonar í Týsheimilinu þar sem salurinn lá í krampa allan tímann. �?ar var uppleggið þegar MK gaf nýkjörnum þingmanni, Guðna Ágústssyni nokkur góð ráð um hvernig hann ætti að haga seglum í starfi sínu sem þingmaður. Jóhannes Kristjánsson, eftirherma hefur oft skemmt Eyjamönnum og nú ætla þeir að mæta saman í Höllinni á laugardaginn þar sem Eftirherman og Orginalinn láta gamminn geysa.
�??Jóhannes á 40 ára afmæli sem skemmtikraftur. Í mörg ár hafa menn skorað á okkur að koma fram saman og skemmta fólki, hann sem eftirherma sem á ekki sinn líka, ég að segja sögur enda gefið út metsölubók með skemmtisögum: Guðni léttur í lund,�?? segir Guðni um þetta framtak þeirra félaga. �??Nú förum við um landið undir slagorðinu: Eftirherman og Orginalinn láta gamminn geysa. Dregið af því að þegar ég hringi stundum í vini mína spyrja menn hvort er þetta eftirherman eða orginalinn? Við byrjuðum í Grindavík svo á Flúðum og Hvolsvelli og fyllum nú Salinn í Kópavogi. Og Landnámssetrið aftur og aftur.
En við erum svo að svara kalli og koma til fólksins í landsbyggðunum. Förum vestur á firði í byrjun maí á Selfoss og til ykkar í Vestmannaeyjum í Höllina laugardagskvöldið 22. apríl. Við eigum von á brjálaðri höll því Vestmannaeyingur kunna að hlæja og skemmta sér. Jóhannes er í miklu stuði og margir koma í gegnum hann. Hann er miklu meira en eftirherma, hann holdgervist og verður í framan eins og fórnarlambið. Nú er það spurningin hvort ég nái þeim hæðum sem ég gerði í afmæli Magga Kristins forðum þegar allir Eyjamenn urðu Framsóknarmenn heila nótt, svo rann af þeim og þeir urðu aftur Sjálfstæðismenn. Við hlökkum til að koma til Eyja og búumst við brjálaðri Höll.�??