Kristín Erna Sigurlásdóttir verður í eldlínunni þegar kvennalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti KR á föstudaginn í fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni. Kristín Erna, sem sneri aftur til ÍBV fyrir tímabilið eftir að hafa verið eitt tímabil með Fylki, er markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi með 84 mörk og því ljóst að hún á eftir að hjálpa liðinu gríðarlega mikið á komandi leiktíð. Kristín Erna er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Kristín Erna Sigurlásdóttir.
Fæðingardagur: 19 ágúst 1991.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Sigurlás og Karen, svo á ég 4 systkini sem heita Kolbrún, Jóna Heiða, Sara og �?orleifur.
Draumabíllinn: Range Rover.
Uppáhaldsmatur: �?g er mikið fyrir sjávarrétti.
Versti matur: Sveppa tacos sem ég fékk einu sinni.
Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: R&b.
Aðaláhugamál: Fótbolti.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Zlatan.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ísrael.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Man Utd & Arjen Robben.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, líklega of mikið.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Seinfeld.
Fyrsti leikur í Pepsi-deildinni er núna á föstudaginn gegn KR, hvernig leggst það í þig: Mikil tillhlökkun að byrja loksins eftir langt undirbúningstímabil.
ÍBV hefur verið um miðja deild síðustu ár, telur þú liðið hafa burði í að gera atlögu að efstu sætunum í ár: Já, ég held að við getum unnið öll liðin í deildinni ef við höldum okkar skipulagi.
Síðast þegar þú spilaðir með ÍBV í Pepsi-deildinni skoraðir þú átta mörk í 17 leikjum. Hvað stefnir þú á að skora mörg á þessu tímabili: Á meðan ég hjálpa liðinu þá er ég sátt.