Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 267. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 25. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og �?lafur �?ór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 201503032 – Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Umræður um næstu skref í kynningar- og samráðsfeli á drögum aðalskipulags.
Ráðið felur vinnuhópi um gerð aðalskipulags að kynna fyrirliggjandi drög fyrir umsagnaraðilum og á almennum íbúafundi.
2. 201703025 – Dalhraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi um byggingarleyfi fyrir stækkun á Kirkjugerði sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
3. 201703018 – Heiðarvegur 5. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sævar �?ór Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir stækkun á jarðhæð til austurs sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
4. 201703022 – Hlíðarvegur 4. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Garðar Guðnason f.h. HS-Veitna hf. sækir um byggingarleyfi fyrir varmadælustöð sbr. innsend gögn. Húsið sem verður steinsteypt er á tveimur hæðum að hluta, einangrað að utan og klætt flísum og álklæðningu.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
5. 201704107 – Flatir 19. Girðingar.
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Ingi Sigðursson f.h. Steina og Olla ehf. sækir um leyfi fyrir girðingum við lóðarmörk til vesturs og norðurs sbr. innsend gögn dags. 20 apríl 2017.
Erindi samþykkt.
6. 201704120 – Torfmýrarvegur. Umsókn um byggingarleyfi.
�?lafur �?ór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir þjónustubyggingu við tjaldsvæðið í Herjólfsdal sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt.
7. 201702027 – Endurskoðun miðbæjarskipulags.
Tekið fyrir að nýju drög að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Skipulagshönnuður leggur fyrir ráðið tillöguteikningar af bílastæðum og fl.
Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55