Konukvöld ÍBV meistaraflokks kvenna í knattspyrnu var haldið í Akóges síðastliðinn miðvikudag, 19. apríl og heppnaðist vel. Mikil stemning var fyrir kvöldinu því strax viku fyrir var lítið orðið eftir af miðum og mikill spenningur. �?að stóðst á endum að daginn fyrir Konukvöldið var orðið uppselt.
�?ema kvöldsins var í takt við að sumardagurinn fyrsti var daginn eftir, skreytingar í sumar – Hawaii stíl. Mikið um blóm, pálmatré og sólstrandahlífar. ÍBV stelpur tóku á móti gestunum með því að hengja Hawaii krans um hálsinn við innkomu. Boðið var upp á sumarlega kokteila sem pössuðu vel við umhverfið.
Stelpurnar sáu sjálfar um að bera fram matinn og þjóna til borðs. Ian Jeffs þjálfari meistaraflokks fór yfir markmið sumarsins og knattspyrnuráð kvenna sýndi videó með kynningu á leikmönnum og þjálfurum sumarið 2017.
Sigurður Gíslason á GOTT var með glæsilegan fjögurra rétta matseðill sem samanstóð af steiktri risahörpuskel með avacado og blómkáli, gröfnum nautavöðva með pecanhnetum og klettasalati, þorkshnakka með kartöflumauki og humarsósu og súkkulaðimús með ferskum jarðarberjum og pistasíuís.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson var frábær með eftirhermur og tónlistaratriði. Margar konur emjuðu úr hlátri og allar skemmtu sér konunglega.
Veislustjóri kvöldsins var Esther Bergsdóttir sem sló í gegn með nokkrum skemmtilegum sögum og bröndurum. Happadrætti með glæsilegum vinningum. Jón �?lafur Daníelsson blandaði Mánabars Irish Coffee fyrir skvísurnar.
�?ll vinna við kvöldið, við mat og framleiðslu og skipulag var í sjálfboðavinnu til styrktar stelpnanna okkar.
�??Knattspyrnuráð kvenna vill koma fram þakklæti til allra þeirra sem gáfu vinnu sína við að gera kvöldið eins glæsilegt og það var. Eins vill ráðið þakka öllum þeim fyrirtækjum sem gáfu vinninga í happadrættið og öllum þeim sem keyptu miða. Vonumst til þess að við getum endurtekið leikinn að ári,�?? segir í frétt frá ráðinu.
Myndir frá kvöldinu