�?órir Rúnar Geirsson er Eyjapeyi í húð og hár. Sonur Geirs Jóns �?órissonar fyrrverandi yfirlögregluþjóns og Ingu Traustadóttur sjúkraliða. �?órir Rúnar ólst upp í Eyjum til 14 ára aldurs. Hann fetaði í fótspor föður síns og vinnur nú sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Blaðamaður mætti á lögreglustöðina við Hverfisgötu á slaginu tvö og gaf sig fram í afgreiðslu. Stuttu síðar mætir �?órir Rúnar brosandi og heilsar með þéttu faðmlagi. Í slyddunni hröðum við tvö okkur á kaffihús við Rauðarárstíg.
�?órir Rúnar Geirsson flutti til Reykjavíkur með fjölskyldunni 1992. Hann kom sjaldan til Eyja fyrst eftir flutningana og missti við það tengsl við kunningja og vini. Hann hefur nú endurnýjað tengslin við Eyjar en hver er hann þessi viðkunnalegi, hávaxni Eyjamaður?
Allt bannað er spennandi
,,�?g er tæplega fertugur fjögurra barna faðir, lögreglumaður til 18 ára, nemandi og tónlistarmaður, ég lauk lögregluskólanum árið 2001. Í framhaldsskóla var ég í námi í rafvirkjun en svo æxluðust hlutirnir þannig að ég fór að vinna í lögreglunni. Á gamals aldri vaknaði upp draumurinn um að klára rafvirkjanámið og nú er ég í kvöldnámi meðfram fullri vinnu og stefni á útskrift á þessu ári. �?að er gott að vera með sveinspróf í einhverri iðn og ég stefni á meistararéttindi í framtíðinni,�??segir �?órir Rúnar með ákveðni.
,,Mér fannst löggan heillandi og spennandi sem barn en hafði ekki löngun til þess að verða lögreglumaður. �?g upplifði það sem barn að pabbi var aldrei heima og ferðalögin á sumrin voru stytt þegar pabbi var kallaður til vinnu. Pabbi var ákveðinn í því að ég færi ekki í lögregluna og ætlaði að sjá til þess að ég fengi ekki vinnu á þeim vettvangi. En allt sem er bannað er spennandi,�?? segir �?órir Rúnar og í trássi við vilja föður síns sótti hann um sumarvinnu hjá lögreglunni í Reykjavík árið 1999 og fékk vinnuna.
,,Pabbi var ekki sáttur þegar hann frétti af sumarstarfinu. �?að var hins vegar ekki aftur snúið, ég fékk lögreglubakteríuna. Starfið er skemmtilegasta starf sem ég hef verið í og hér er ég enn 18 árum síðar. Mamma var ekki síður ósátt við starfsvettvanginn og sérstaklega að ég skildi hætta í rafvirkjanáminu. �?g vona að mamma sé stolt af mér í dag.�??
Fólk á sínum lægsta punkti
�?órir Rúnar hóf störf sem almennur lögreglumaður en starfar í dag sem rannsóknarlögreglumaður og líkar það vel. �?órir Rúnar segir það ólíkt að starfa sem almennur lögreglumaður eða sem rannsóknarlögreglumaður. Samt sem áður eiga bæði störfin það sameiginlegt að snúast um samskipti við fólk sem er á mismunandi stað í lífinu.
,,Sem almennur lögreglumaður fór ég í útköll, oft þar sem fólk var berskjaldað eða á sínum lægsta punkti í lífinu. �?að þurfti að leysa hlutina, rannsaka málið á vettvangi og skila um það skýrslu. Sem rannsóknarlögreglumaður er það mitt hlutverk að rannsaka sakamál hvort sem það lýtur að sekt eða sýknu. �?g þarf að komast til botns í viðkomandi máli og rannsaka það til fulls svo það geti farið áfram sína leið til ákæruvaldsins og þaðan áfram til dómstóla.�??
Heppinn með foreldra
�?órir Rúnar segir að álagið sé ekki meira í almennu lögreglustarfi en í starfi rannsóknarlögreglumanns. Hann segir hins vegar að álagið sem fylgi því að vera lögreglumaður úti á landi geti verið meira en í Reykjavík. ,,Í litlu samfélagi vita allir allt um alla og það getur verið erfitt að koma inn í aðstæður hjá fólki, koma inn í líf þeirra á viðkvæmum tímapunkti og hitta það svo kannski í Krónunni daginn eftir. �?að er auðvitað persónubundið hvað lögreglumenn taka inn á sig, en tvennt verður lögreglumaður að gera, sýna virðingu og vera kurteis. �?g alla vega nenni ekki að vera leiðinlegi gæinn,�?? segir �?órir Rúnar brosandi.
�?órir þarf að hugsa sig um þegar blaðamaður spyr hvaða þættir hafa mótað hann. ,,�?etta er erfið spurning.�?? Skyndilega birtir yfir �?óri Rúnari og hann segir: ,,�?g er heppinn með foreldra. Móðir mín er yndisleg kona, ótrúlega sterk með mikið langlundargeð, hún er góð kona. Pabbi er mín fyrirmynd og minn besti vinur. �?g get alltaf leitað til hans með öll mín vandamál og hann gefur mér alltaf góð ráð.�??
Bitnar á fjölskyldunni
Nú verður �?órir Rúnar hugsi, ,,sko ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. �?g tel mig rosa líkan pabba. Alltaf tilbúinn til vinnu og á það til að láta það bitna á fjölskyldunni, þ.e.a.s að vera mín heima fyrir er stundum lítil.�?? �?órir Rúnar verður alvarlegur á svip og segir: ,,�?g ætlaði aldrei að verða eins og pabbi en nú set ég börnin mín í sömu stöðu. �?etta er starfið mitt og eftir 18 ár líður mér eins og ég sé nýbyrjaður. �?g veit að ég er ekki að bjarga heiminum en ég get lagt mitt af mörkum.�??
,,�?g er fæddur inn í Betelsöfnuðinn og var þar sem krakki. Tók niðurdýfingaskírn í Betel 14 ára gamall og það mótaði mig sem slíkan. Mér var stundum strítt á því að vera í Betel en ég varð aldrei fyrir neinu einelti,�?? segir �?órir Rúnar. ,,�?g var í Barnaskólanum og þekki helst krakkana þaðan. �?g var ekki í miklum tengslum við félaga mína eftir að ég flutti suður, það var engin facebook til þá og ég fór ekki mikið til Eyja fyrr en mamma og pabbi keyptu íbúð í Áshamrinum. �?á byrjuðum við að koma á �?rettándann. �?g hef þó haldið sambandi við marga og er að kynnast öðrum aftur.
Fundaði með verðandi eiginkonu
,,�?g er Vestmannaeyingur í húð og hár,�?? heldur �?órir Rúnar stoltur áfram. ,,Mér finnst ég heppinn að hafa fæðst í Vestmannaeyjum og lít á þær sem mitt heimili. Við fluttum suður 1992 þegar pabbi fékk stöðu í Reykjavík og í allt of mörg ár hefur mig langað að flytja aftur til Eyja. Hvítasunnukirkjan er eitthvað sem mér þykir vænt um. Ragnheiður móðuramma var mjög trúuð og mikil bænakona sem og Dúna föðuramma mín. �?ær báðu fyrir okkur og sögðu sögur,�?? segir �?órir Rúnar með hlýju í röddinni.
,,Trúin hefur veitt mér styrk, í gegnum skilnaðinn við fyrri konu mína þá var trúin mitt haldreipi. Skilnaðinn má að hluta til rekja til þess að ég var aldrei heima og fyrrverandi konan mín þráði annað líf en það sem ég gat veitt henni. Við eignuðumst saman tvo stráka, Geir Jón 13 ára og Víking �?mar 11 ára. Í gegnum erfiðleikana við skilnaðinn kynntist ég gífurlega góðri og heilsteyptri konu, Guðrúnu Maríu Jónsdóttur. Hún er öðruvísi týpa og veit hvernig starfið mitt er,�?? segir ástfanginn �?órir Rúnar.
,,�?g nennti ekki að fara í aðra vitleysu og fundaði með Guðrúnu Maríu strax í byrjun okkar kynna. �?ar lét ég hana vita að ég væri lögreglumaður og hún gæti ekki treyst því að ég kæmi heim þegar ég ætti að koma heim. Guðrún María gekk að þeim skilyrðum, hún er sjálfstæð kona og er meira að segja búin að samþykkja að flytja til Eyja þegar tækifæri gefst. Saman eigum við Elísabetu Ingu 6 ára og Ingimar Hrafn 3 ára,�?? segir stoltur eiginmaður og fjögurra barna faðir.
Vilji barnanna skiptir
öllu máli
�?órir Rúnar telur sig heppinn hvað varðar sambandið við fyrrverandi eiginkonu sína þegar kemur að börnum þeirra. ,,Við eigum gott samband og ég hef umgengni aðra hverja viku. �?g hef ekki upplifað neinar tálmanir og á gott samband við strákana mína. Við viljum að strákunum líði sem best og þeir upplifi ekki þvinganir. Fólk á ekki að líta á umgengni sem minn rétt eða þinn rétt. Vilji barnanna er það sem öllu skiptir, þau elska mömmu og pabba jafnmikið. �?að er líka bannað að tala illa um föður eða móður, þetta eru foreldar barnanna,�?? segir �?órir Rúnar með miklum þunga.
Pabbi breytist í Vestmannaeying
�?rátt fyrir að �?órir Rúnar sé mikil Eyjamaður voru flutningarnir til Reykjavíkur þegar hann var 14 ára ekki erfiðir. ,, Mér fannst þetta spennandi, pabbi fór í febrúar og ég flutti svo til hans í ágúst. Við deildum saman rúmi á Leifsgötunni hjá ömmu og afa. Mamma var eftir í Eyjum með systkini mín, Narfa Ísak, Símon Geir og Ragnheiði Lind. �?egar húsið okkar í Stóragerði seldist í desember sama ár komu mamma og systkinin til okkar. Við bjuggum þröngt til að byrja með, í íbúð sem amma og afi áttu. Við bræðurnir þrír sváfum í sama herbergi, þeir í koju og ég á dýnu á gólfinu. Mamma og pabbi sváfu í geymslunni í kjallaranum með systur mína á milli sín.�??
�?órir Rúnar heldur áfram að rifja upp fyrstu árin í Reykjavík. ,,Pabbi byrjaði að byggja í Grafarvoginum árið 1993 og við fluttum inn í nýja húsið sama ár. �?ar varð okkar heimili og við fengum víðáttubrjálæði til að byrja með. Pabbi er alinn upp á Skólavörðuholtinu en langaði alltaf að fara út á land að vinna. Svo bauðst honum vinna í Vestmannaeyjum og þá breytist hann í Vestmannaeying. Pabbi var alltaf ákveðinn í að flytja aftur til Eyja þegar starfsævinni lyki og það gerðu þau mamma þegar hann hætti sem yfirlögregluþjónn.�??
Dýrmætt að sýna ástina
�?að fer ekki á milli mála að �?órir Rúnar ber mikla virðingu fyrir foreldrum sínum. ,,Mamma flutti suður frekar ung. �?au pabbi voru búin að þekkjast síðan krakkar, voru saman í unglingastarfinu í Hvítasunnukirkjunni. �?að er gott að hafa góðar fyrirmyndir. �?að er ekki sjálfgefið að fólk sé gift og það er mér dýrmætt að mamma og pabbi séu enn saman. �?au geta talað saman og þau eru ennþá ástfangin, leiðast og kyssast góða nótt og góða dag.�??
,,�?etta er dýrmætt og ákveðin skilaboð til mín að vera góður við mína eiginkonu og sýna henni ást,�?? segir �?órir Rúnar með tilfinningu og heldur áfram: ,,�?að er svo mikilvægt að sýna ástina. Segja ég elska þig, það skiptir máli og gott að heyra þau orð.�??
Jesús gerir mig að betri manni
�?órir Rúnar kemur aftur að trúnni. ,,Hún hefur alltaf skipt mig miklu máli og gerir enn í dag. �?að er mjög mikilvægt að hafa þessa trú og ég er þakklátur að hafa fæðst inn í kirkju. �?g kynntist konunni minni í kirkju þegar hún var tiltölulega nýbyrjuð að sækja hana. Trúarlíf er lífstíll. �?g á persónulegt samband við Jesú og mér finnst gott að geta lagt áhyggjur mínar á hann,�?? segir �?órir Rúnar með mikilli sannfæringu.
Af hverju kristni er að verða tabú í þjóðfélaginu hefur �?órir Rúnar ekki skýringu á. ,, Kannski er samfélagið opnara, ég skal ekki segja. En mér þykir það leitt að fólk fjarlægist Guði og Jesú. �?að eru góð gildi kennd í kirkjunni, boðorðin 10 og Gullna reglan svo eitthvað sé nefnt.�?? Spurður hvort trúaðir menn þurfi að vera heilagir svarar �?órir Rúnar. ,,�?g er breyskur maður með kosti og galla og þó að ég trúi á Guð þá er ég ekkert betri en hver annar. �?g geri mitt besta í samfélaginu við Jesú, geri mistök og þarfnast fyrirgefningar á hverjum degi. Samfélagið við Jesú gerir mig að betri manni.�??
Með bassahneigð
�?órir Rúnar hefur mörg áhugmál, tónlist er eitt þeirra og það besta sem hann gerir er að spila á bassa. ,,�?að er mikill happafengur að fá að spila á bassa í Tjarnarprestakalli, í Ástjarnarkirkjunni á Völlunum. Að spila með kór Ástjarnarkirkju sem er gríðalega góður kór eru forréttindi. �?að eru þrír Eyjamenn sem syngja í kórnum. Bjartey Sigurðardóttir, Guðrún Erlingsdóttir og Kristjana �?órey �?lafsdóttir auk þriggja annarra sem tengjast Eyjum. Matthías V. Baldursson stýrir kór og hljómsveit af miklum myndarbrag en hann á líka ættir að rekja til Eyja.�?�
Áfram heldur �?órir Rúnar: ,,Sem meðlimur í húsbandinu í Ástjarnarkirkju hef ég fengið útrás fyrir mína bassahneigð. �?g spilaði áður á gítar í Fíladelfíu þegar ég var peyi en svo vantaði bassaleikara og ég tók að mér að fylla það skarð. Mér finnst gaman að spila og bassinn er rótin, hann er rythminn. �?egar þú dansar þá er það bítið í trommunum og rythminn í bassanum. �?g er í fullri vinnu, í námi og með fjölskyldu. Að spila með húsbandinu er mín hvíld.�??
,,Eftir erfiða vinnuviku er það ákveðin hugarró að stíga á stokk með Begga (�?orbergi Skagfjörð �?lafssyni) og Frissa ( Friðriki Karlssyni) ásamt Matta ( Matthíasi V. Baldurssyni) og kórnum og finna fyrir hverri nótu. �?að hreinsast allt út, það er ekki hægt annað en að vera í núinu þegar ég hlusta á gítarinn, trommurnar, rythman og hljómborðið. Mér finnst æðislegt að lofa Guð með tónlist, það er toppurinn. �?g finn nærveru Guðs þegar við syngjum lofsöngva, þetta er eitthvað yfirnáttúrulegt,�?? segir �?órir Rúnar með einlægni.
�?g á þetta svo skilið
Spurður út í æskuna segir �?órir Rúnar hlæjandi: ,, �?g vil nú meina að ég hafi alltaf verið stilltur en foreldar mínir eru ekki á sama máli. �?g var ekki auðveldur og hugsa að ef ég væri barn í dag þá hefði ég verið greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Mér gekk ágætlega í skóla án þess þó að vera toppnemandi. Hafði gaman af ýmsu en var lélegur að læra heima. �?að voru ekki gleðilegar stundir þegar mamma fann ókláruð heimaverkefni falin í skrifborðinu mínu.�??
�?órir Rúnar heldur áfram: ,,Íslenska og lestur hafa reynst mér auðveld fög en stærðfræðin var erfiðari. �?að kemur ekki mikið að sök í lögreglunni en er þeim mun erfiðara í rafvirkjuninni. �?g hef nú róast og er skárri í dag, held að það hafi ræst ágætlega úr mér,�?? segir �?órir Rúnar hugsi. ,,�?g sé sjálfan mig í krökkunum mínum. Vá, hvað ég á þetta allt skilið. Pabbi væri ekki svona gráhærður og sköllóttur ef hann ætti mig ekki. �?g skemmdi svo margt heima,�?? segir �?órir Rúnar og það er ekki laust við að það örli á eftirsjá.
,,Eitt sinn var pabbi nýbúinn að pússa gluggakisturnar í bílskúrnum og þá fékk ég löngun til þess að saga þær. Mig vantaði alltaf eitthvað að gera. �?egar pabbi setti nýja bílinn okkar í bílskúrinn fann ég mér steina og nuddaði bílinn með þeim. �?g var bara brjálæðislega ofvirkur. Narfi Ísak bróðir minn er rosalega virkur en hann notaði það á annan hátt. Hann tók til á meðan ég rústaði. Í dag hef ég róast en hann er ennþó ofvirkur,�?? segir �?órir Rúnar glottandi.
Gott að vera orkumikill í Eyjum
Synir �?óris Rúnars virðast hafa erft uppátækjasemi og ofvirkni föðurins. ,,�?egar ég og konan mín vorum nýbyrjuð saman þá vorum við bæði með mikinn höfuðverk. Hún fór inn í rúm og lagði sig en ég lagði mig í sófann á meðan strákarnir horfðu á sjónvarpið. �?g steinsofnaði og vakna við það að nágranninn er að hringja dyrabjöllunni og strákarnir eru horfnir. �?egar ég opna stendur hann með strákana mína, hvíta frá toppi til táar.�?�
,,Strákarnir höfðu farið í leyfisleysi inn í bílskúr nágrannans og tekið þaðan hvíta málningu sem þeir notuðu til að mála götur, bíla og sjálfa sig. �?arna skyldi ég vel líðan foreldra minna á árum áður. �?au eiga miklar þakkir skyldar að endast þetta og ég vona að ég geti gefið þeim til baka. �?g heyrði aldrei að það væri eitthvað að mér og það var gott að vera orkumikill í Eyjum. �?g var alla daga úti að leika, niðri á höfn, prílandi upp á Eldfell og víðar,�?? segir fyrrum orkuboltinn.
Vil vera leiðbeinandi barnanna
Nú verður �?órir Rúnar alvarlegur: ,,Elsti strákurinn minn er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Með aðstoð góðra lækna og lyfja virkar hann vel í samfélaginu. Erfiðleikar og greiningar eru ekki eins mikið tabú í dag og þau voru. Strákurinn minn gefur mikla ást og hefur stórt hjarta, hann vill allt fyrir mig gera. Hann er mjög næmur og tekur eftir líðan fólks. Hann segir mér alveg til syndanna, ég eigi að vera rómantískari við konuna mína, bjóða henni út að borða og á stefnumót.�??
�?órir Rúnar heldur áfram: ,, Hann er algjör draumur eins og öll hin. �?g vissi ekki fyrr en ég varð pabbi sjálfur hvað börnin gætu verið mismunandi en samt lík. Stundum örlar fyrir stressi yfir framtíð barnanna minna. Kannski spilar starfið eitthvað inn í. �?g er ekki mikið fyrir boð og bönn og ef ég mátti ekki gera eitthvað þá fyrst varð það spennandi. �?g vil frekar vera leiðbeinandi fyrir börnin mín. �?að verður samt að halda uppi aga.�??
Langar heim
Hvað er framundan hjá �?óri Rúnari Geirssyni? ,,Markmiðið er að klára rafvirkjanámið á þessu ári, fara í sveinspróf og svo meistaranám þegar til þess gefst tækifæri. �?g myndi vilja fá starf sem lögreglumaður í Eyjum og vinna við rafvirkjun á milli. Konan mín er snyrtifræðingur og hana langar að læra fótaaðgerðafræði. Við ættum að hafa ágætis atvinnumöguleika í Eyjum. Mig langar að flytja heim til Eyja þar sem ég væri nær pabba og mömmu og systur minni sem er nýflutt á Hólagötuna. Börnunum líður vel í Eyjum og ég sæi fram á meiri tíma með fjölskyldunni. Enginn veit ævina fyrr en öll er, sjáum hvað setur.�??
Mamma er kærleikurinn
Aftur kemur �?órir Rúnar að foreldrum sínum. ,,�?g fæ einlægnina frá mömmu, hún er einstök kona. Pabbi væri ekki það sem hann er í dag ef hann hefði ekki haft mömmu. Hún kveinkar sér aldrei en ef hún gerir það þá er eitthvað mikið að. �?au virka svo vel saman og eru fyrirmyndir okkar krakkanna. Pabbi er yndislegur og kærleiksríkur og hefur kennt mér svo margt. Mínar bestu stundir eru með pabba. Pabbi er kletturinn og mamma er kærleikurinn.�??
Í lokin rifjar �?órir Rúnar það upp að hann og systkini hans fengu aldrei að fara út eftir útvistartíma þó svo að önnur börn í hverfinu væru úti að leika sér. Hann sagðist oft hafa óskað þess að pabbi hans væri ekki lögreglumaður heldur smiður. ,,Í dag er ég þakklátur foreldrum mínum, börn hafa ekkert að gera úti seint á kvöldin, �?að er nefnilega ástæða fyrir útvistarreglum.�?? Fjölskylda �?óris Rúnar hélt reglulega samverukvöld og gerir það enn þegar öll systkinin hittast. �?etta átti að koma að einhverju leyti í stað útileikja á kvöldin. Í dag spjöllum við og eigum samveru og ég jafnvel tek upp gítarinn. Svo endum við með sálmasöng og bæn. �?etta er mjög gefandi�?? segir �?órir Rúnar Geirsson einlægur að lokum.