ÍBV og Fjölnir skildu jöfn þegar liðin mættust í 1, umferð Peps-deildarinnar á Hásteinsvelli í kvöld, lokastaða 0:0. Varnarmaður Eyjamanna, Haf­steinn Briem, fékk rautt spjald á 14. mín­útu leiks­ins er hann braut á Marcus Sol­berg sem var við það að sleppa einn í gegn. Róðurinn var því þungur eftir það og geta Eyjamenn verið ánægðir með að ná stigi úr leiknum.
Hér má sjá svipmyndir frá leiknum.