Eyjahjartað bauð upp á fimmtu dagskrá sína í Safnahúsinu síðastliðinn sunnudag og líkt og fyrri skipti var fullt út úr dyrum og gleði í loftinu. Kári Bjarnason sem stýrði dagskránni að vanda sagði að þau Helga Hallbergsdóttir hefðu ákveðið að flytja dagskrána upp þar sem allt hefði yfirfyllst síðast í Einarsstofu. �?egar blaðamaður leit yfir salinn sá hann að sama vandamálið blasti við á bryggjusvæði Sagnheima, byggðasafns, um 130 manns tróð sér þar sem hægt var að koma stól niður.
Dagskráin sjálf var einstaklega vel heppnuð. Hinir fjórir fyrirlesarar eru allt þjóðþekktir einstaklingar og fóru á skemmtilegan og á stundum ljúfsáran hátt yfir löngu horfin æskubrek og æskustörf í Vestmannaeyjum. �?mar Valdimarsson var sá eini sem gat rakið ættir sínar hingað enda kallaði hann erindi sitt: Fólkið mitt í Eyjum og það var gaman að sjá myndirnar af ættmennum hans, lífs og liðnum, sem hann sýndi og spjallaði útfrá. Er �?mar skyldur Andersenunum sem er mikill og merkilegur ættbogi hér í Eyjum.
Guðmundur Andri Thorsson hefur komið nokkrum sinnum áður í Safnahúsið og lesið upp úr verkum sínum en að þessu sinni fjallaði hann um sumarið 1974 er hann starfaði í Ísfélaginu og var á verbúð, kornungur maðurinn. Erindi Guðmundar Andra bar heitið Núll í tombólukassa. Minningar sumarstráks. Frábær og skáldleg lýsing á kostulegum uppákomum og einstaklingum þar sem Einar klink var greinilega enn ákaflega ljóslifandi í minningunni.
Egill Helgason fór með áhorfendur í huganum upp á vörbílspallinn hjá Stebba Ungverja og fjallaði einnig um sumardvöl sína í Eyjum árið 1974, þá aðeins fjórtán ára peyi. Hann bjó ekki á verbúðinni eins og Guðmundur Andri heldur hjá Svölu og �?la í Suðurgarði. Sagði hann líka á persónulegan og næman hátt frá fólkinu í vesturbænum þar sem hann bjó.
Síðastur ræðumanna var enginn annar en Bubbi og byrjaði hann á því að lesa upp úr væntanlegri ljóðabók sinni sem mun bera heitið Hreistur. Hann las nokkra kafla sem hann sagði að væru sérstaklega tengdir veru sinni í Eyjum. Bestur þótti blaðamanni Bubbi vera þegar hann fór að segja sögur og hann hefði vel mátt eyða lengri tíma í þann þátt, því Bubbi er frábær sögumaður þegar hann tekur á sprett. Draugasagan frá því hann bjó í Landlyst var t.d. bráðsmellin.
Guðmundur Andri, Egill og Bubbi sögðu að tíminn í Vestmannaeyjum hefði haft áhrif á líf þeirra og þar hefðu þeir orðið að mönnum. �?eir lýstu líka mannlífspotti sem frystihúsin voru, ekki síst verbúðirnar sem voru heimur út af fyrir sig. �?ar var á einu lofti fólk alls staðar að úr heiminum, ungar sálir og saklausar sem hent var út í djúpu laugina og fólk með sár á sálinni, misjafnlega djúp og stór.
Einar Gylfi Jónsson lokaði þessari skemmtilegu stund með því að tilkynna að næsta Eyjahjarta yrði haldið í september en að hann yrði að segja fyrirlesurum frá því fyrst að þeir ættu að koma áður en hann tilkynni hverjir kæmu.
�?annig lauk Eyjahjartanu í Safnahúsi, frábær dagskrá með þjóðþekktum einstaklingum sem eins og Kári orðaði það í kynningu sinni lyftu undir þjóðarstoltið. Sannarlega dagskrárröð sem hefur slegið í gegn.
Myndir frá Eyjahjartanu