Bæjarráð hefur fengið til umsagnar tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. �?ar er lagt til að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir því að NA/SV- flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný svo fljótt sem verða má. Ráðherra láti útbúa aðgerðaráætlun í þessa veru og upplýsi Alþingi um innihald hennar eigi síðar en í maí 2017.
Ályktunin var rædd á fundi bæjarráðs í síðustu viku og var henni fagnað. Hvetur ráðið til þess að alþingi standi saman um þá mikilvægu ákvörðun sem í henni er fólgin.
Bæjarráð minnir á að í höfuðborg Íslands er eina hátæknisjúkrahús landsins. Dæmin hafa ítrekað sýnt að lífsnauðsynlegt getur verið að þangað sé ávallt greið leið með sjúklinga hvort sem er af höfðuborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.
�??Lokun neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur á undangengnum vikum leitt til þess að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á suðvesturhorninu með alvarlega veika einstaklinga, sem hafa þurft á bráðnauðsynlegri umönnun að halda á þessu eina hátæknisjúkrahúsi okkar landsmanna. �?að er því ófrávíkjanleg krafa bæjarráðs að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur þar til önnur og jafngóð lausn finnst,�?? segir bæjarráð og skorar á Alþingi að samþykkja þingsályktunartillöguna.