ÍBV og Fjölnir skildu jöfn þegar liðin mættust í 1. umferð Pepsi-deildar karla á Hásteinsvelli á sunnudag, lokastaða 0:0. Varnarmaður Eyjamanna, Hafsteinn Briem, fékk rautt spjald strax á 14. mínútu leiksins er hann braut á Marcus Solberg sem var við það að sleppa einn í gegn eftir mistök í vörninni. Róðurinn var því þungur og voru Fjölnismenn með öll völd á vellinum eftir það. Yfirburðir Fjölnismanna héldu áfram í síðari hálfleik en Eyjamenn voru fastir fyrir og vörðust áhlaupum gestana vel og þá ekki síst markmaðurinn Derby Carillo en átti mjög góðan leik í markinu í dag. Fyrsta alvöru færi Eyjamanna kom ekki fyrr en á 80. mínútu þegar sóknarmaðurinn Álvaro Montejo náði ágætis skoti að marki Fjölnismanna en �?órður Ingason gerði vel og varði. Eins og fyrr segir héldu Eyjamenn út og geta þeir verið ánægðir með að ná stigi út úr leiknum í ljósi brottrekstur Hafsteins snemma leiks.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Eyjamanna, var að vonum ánægður með úrslit leiksins í ljósi þess að liðið var einum manni færra bróðurpart leiks. �??Í ljósi þess hvernig leikurinn þróaðist er ég sæmilega sáttur við úrslitin en ég er ekki neitt sérstaklega ánægður með spilamennsku liðsins. Við vorum alls ekki nógu grimmir í byrjun leiks og lendum því fljótt undir og missum mann út af vegna þess. Eftir það erum við bara að verja markið og svæðin og reyna að halda stigi á heimavelli. �?egar vindurinn jókst var þetta erfitt en við fengum einn séns og það hefði verið gaman að stela þessu,�?? segir Kristján.
�?að vakti athygli að Andri �?lafsson var með fyrirliðabandið í leiknum en ekki Avni Pepa hefur hingað til sinnt því starfi? �??Við erum með svokallað fyrirliðateymi. Andri er þannig fyrirliði okkar en Sindri Snær Magnússon og Avni Pepa eru einnig í teyminu,�?? segir Kristján.
Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Stjörnunni og vonast Kristján eftir góðum úrslitum þrátt fyrir að verkefnið sé erfitt. �??Við erum að greina leikinn gegn Fjölni núna og svo förum við í að skoða Stjörnuna. �?g sá þá í Grindavík þar sem þeir gerðu jafntefli en það má ekki gleyma því að þeir eru taplausir á þessu ári. �?etta verður erfiður leikur og verkefnið er stórt en við verðum bara að stækka með,�?? segir Kristján að lokum.