ÍBV hafði betur gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna sl. föstudag. Leiknum lyktaði með 1:0 sigri heimamanna þar sem Cloe Lacasse kom boltanum í netið á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Aðstæður í Vestmannaeyjum voru ekki þær bestu fyrir knattspyrnuiðkun, rok og slydda á köflum, og setti það svo sannarlega svip á leikinn sem var ekki mikið fyrir augað.
Blaðamaður ræddi við Sóleyju Guðmundsdóttur, fyrirliða ÍBV, eftir leik og var ekki annað að heyra en að hún hafi verið nokkuð ánægð með framvindu leiksins og ekki síst stigin þrjú.
Hvernig fannst þér leikurinn spilast? �??�?g var ánægð með okkar spilamennsku að mestu leyti, við bjuggumst við því að stjórna leiknum og við gerðum það vel. Við héldum boltanum ágætlega en hefðum samt getað valið skynsamari sendingar á köflum, miðað við aðstæður. Í seinni hálfleik pressuðu KR-ingarnir aðeins meira á okkur en við héldum einbeitingunni út allan leikinn og tókum öll þrjú stigin verðskuldað,�?? segir Sóley.
�?ið eruð með marga nýja leikmenn, hvernig fannst þér þeir koma út? �??�?ær litu vel út og stóðust fyrsta leikinn í roki, rigningu og snjókomu þannig að ég er bara bjartsýn á framhaldið og býst við að þær eigi eftir að sýna sínar allra bestu hliðar í góðu veðri í sumar,�?? segir Sóley, ánægð með liðsfélaga sína.
Eins og þú segir þá voru aðstæður á föstudaginn kannski ekki þær bestu fyrir knattspyrnuiðkun og kom svolítið niður á áhorfendafjölda. �?ið hljótið að vonast að eftir fleirum á völlinn í komandi leikjum? �??Já, þetta veður var ekki að hjálpa okkur að slá einhver áhorfendamet. Auðvitað vonast ég eftir því að fólk komi á leiki hjá okkur í sumar og ég hvet þá sem hafa aldrei mætt á kvennaleik að gera það og gefa okkur séns, ég lofa því allavega að við njótum þess að spila í hvaða veðri sem er og fyrir hvaða áhorfendur sem er og við leggjum okkur allar fram að hafa gaman inni á vellinum sem smitast vonandi upp í stúku,�?? segir Sóley.
Næsti leikur ÍBV er í dag gegn sterku liði Vals en þeim er jafnframt spáð titlinum. �?rátt fyrir það telur fyrirliðinn góða möguleika á hagstæðum úrslitum. �??�?etta er krefjandi verkefni sem bíður okkar í næstu umferð. �?g tel okkur hafa það sem þarf til að vinna Valsstelpurnar, þó að þær séu með mjög góða leikmenn í sínu liði og þeim spáð titlinum þá mætum við á Hlíðarenda með hausinn á réttum stað, gefum allt okkar í leikinn sem vonandi skilar okkur góðum úrslitum.�??