Nú er fótboltinn farinn að rúlla og léku bæði karla- og kvennalið ÍBV um helgina á Hásteinsvelli. Stelpurnar unnu KR og karlarnir náðu að halda jöfnu gegn Fjölni eftir að hafa misst mann út af í upphafi leiks. Formaður knattspyrnuráðs karla er Páll Hjarðar og er hann Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Páll �? Hjarðar.
Fæðingardagur: 26.04.79.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Giftur �?nnu Rós Hallgrímsdóttur og eigum við þrjú börn: Almar Benedikt, Ásdísi Höllu og Ara Pál.
Draumabíllinn: Enginn sérstakur, bílar eru óþarfir í Eyjum. �?ttum öll að reyna tileinka okkur að minnka notkun þeirra.
Uppáhaldsmatur: Andabringur.
Versti matur: Kjúklingasúpa.
Uppáhalds vefsíða: Allar fréttasíður.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Nirvana og allt með �?la frænda.
Aðaláhugamál: �?tli það sé ekki sniðugt að svara þessu, fótbolti.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Mér nægir bara að hitta þá sem ég er að hitta nú þegar.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Jökuldalurinn.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og svo börnin mín.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei, bara alls ekki.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég fer í Hressó þrisvar á ári og svo tek ég þátt í Vestmannaeyjahlaupinu og enda yfirleitt ofarlega.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, heimildamyndir og íþróttir.
Eitthvað sem hefur komið þér á óvart: Já ég viðurkenni að þetta er allt aðeins umfangsmeira en ég reiknaði með, þó að ég hafi alveg verið meðvitaður um að þetta væri mikið.
Hvar sérðu fyrir þér að ÍBV verði í röðinni í lok móts: �?g spái að við verðum á því róli sem aðrir hafa verið að spá okkur. En auðvitað vona ég að við verðum ofar.
Hver er bestur í ÍBV-liðinu: �?essu myndi ég aldrei svara svona snemma tímabils.