Í samstarfi Bókasafnsins og Grunnskólans verður boðið upp á myndlistasýningu í Einarsstofu í Safnahúsi þar sem nemendur í 8. -10. bekk sýna lokaverkefni sín í myndmennt.
Sýningin opnar fimmtudaginn 4. maí kl. 12. Allir hjartanlega velkomnir, kaffi á boðstólnum og listamennirnir á staðnum.
Sýningin verður opin alla daga kl. 10-17 fram til 18. maí.
-Fréttatilkynning