�??�?að er mér einstök ánægja að koma hingað á þessum degi. Kynni mín af verkalýðsmálum hér eru á þann veg að ég veit að blóðið rennur vel í æðum verkafólks hér í Eyjum. Hér hef ég setið fjölmenna fundi á átakatímum og vitnað í skoðanir og tekið með mér brýningu í starfið á landsvísu,�?? sagði Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins í barátturæðu á 1. maí hátíðarhöldum Drífanda stéttarfélags í Alþýðuhúsinu á mánudaginn.
Hún sagði Vestmannaeyjar hafa reynt margt og fáir staðir á landinu viti hversu hverfull svokallaður stöðugleiki getur verið. �??�?ar er ég ekki einungis að tala um náttúruöflin heldur stöðu fiskverkafólks og allra þeirra afleiddu starfa sem okkar helsta útflutningsgrein skapar. Hin síðari ár höfum við lifað bæði innflutningsbann frá einum af okkar stærstu mörkuðum og glímt við afleiðingar sjómannaverkfalls sem kom hart niður á fiskverkafólki. Í þeirri deilu kom svo glögglega í ljós hvað hagsmunir vinnandi fólks eru samtvinnaðir, kjarabarátta sjómanna hefur áhrif langt út fyrir þeirra raðir en í þeirri baráttu stóð fiskverkafólk á Íslandi þétt við bakið á þeim og þannig á það líka að vera.�??
Baráttan lítið breyst
Drífa sagði baráttu stéttarfélaga og vinnandi fólks fyrir mannsæmandi kjörum baráttu okkar allra sem í eðli sínu hafi lítið breyst síðustu hundrað ár, þetta sé hin sígilda togstreita á milli arðs og launa. Vitnaði hún í hugmyndir HB Granda um að leggja niður fiskvinnslu á Akranesi. Hafi framkvæmdastjórinn látið hafa eftir sér að helsta samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins sé að skila sem mestum arði. �??�?g þurfti að lesa þessa setningu tvisvar til að trúa henni. Sumir atvinnurekendur líta sem sagt ekki á það sem samfélagslega ábyrgð lengur að halda byggð í landinu, að fólk fái þrifist, geti unnið fyrir sér og fái sanngjarnt endurgjald sinnar vinnu. Samfélagslega ábyrgðin er orðin að krónum og aurum og sem mestum arði og væntanlega þá sem mestum arðgreiðslum.�??
Ekki tekið þegjandi
Varaði hún við þessari hugsun sem gæti í sinni verstu mynd leitt til þess að fiskvinnslan endaði í Kína í ljósi hagkvæmnarinnar. �??Sem betur fer hafa fyrirtæki hér í Eyjum sýnt annars konar samfélagslega ábyrgð hingað til og ég vona að atvinnurekendur hér myndu ekki láta svona ummæli falla. Allavega yrði því ekki tekið þegjandi og hljóðalaust,�?? sagði Drífa og benti á að í þessu væri vandi verkalýðshreyfingarinnar.
Á meðan íbúar á einum stað missi spón úr aski sínum fagni íbúar á öðrum stað aukinni atvinnu og aukinni vinnslu. �??Hin nýja hótun samtaka fyrirtækja í fiskvinnslu um að færa vinnsluna úr landi sýnir það svo ekki verði um villst. Við erum ekki í samkeppni hvert við annað heldur skipulag atvinnuvega og skiptingu þess auðs sem við öll eigum þátt í að skapa.�??
Byggjum á samtryggingu og aðstoð
Drífa sagði verkalýðshreyfinguna byggja á samtryggingu og aðstoð. �??�?ú leggur þitt af mörkum til félagsins og færð það sem þú þarft til baka. Ef þú veikist stendur sjúkrasjóðurinn við bakið á þér. Ef atvinnurekandinn sakar þig um fjárdrátt, eins og nýleg dæmi sanna, þá þarftu ekki sjálf að standa straum af kostnaði við að verja þig, heldur er það greitt úr sameiginlegum sjóðum félagsmanna. Ef þér er sagt upp ólöglega þá stendur félagið með þér. Með því að reka öll þessi einstaklingsmál er félagið samt að styrkja stöðu allra á vinnumarkaði. Dómsmál eru fordæmisgefandi og það er ekki hægt að snuða starfsfólk í trausti þess að það geti ekki borið hönd yfir höfuð sér.
�?essi samtrygging, að allir greiði í stéttarfélag og stéttarfélagið standi með öllum kalla ég íslenska módelið. �?etta er ekki norræna módelið heldur okkar eigin veruleiki sem við erum öfunduð af um allan heim. �?egar ég tala við félaga í öðrum löndum þarf ég yfirleitt að segja þetta tvisvar. Í nágrannalöndum okkar er það þannig að fólk velur sjálft hvort það greiðir félagsgjald í stéttarfélagið. �?að gerir það að verkum að fátækasta fólkið, fólk í tímabundinni vinnu og í óöruggum störfum velur að gera það ekki og þá fær það heldur ekki þjónustu frá félaginu. Stéttarfélögin eru því ekki að aðstoða þá sem mest þurfa á því að halda. Niðurstaðan er sú að ráðningar verða ótryggari, kjörin verða lakari og staða einstaklinga á vinnumarkaði veikari. Sem sagt �?? allir tapa.
En stéttarfélög eru aldrei sterkari en fólkið sem í þeim er. Á þeim árum sem ég hef starfað innan hreyfingarinnar hef ég séð hversu auðvelt það er fyrir einstaka félaga að hafa áhrif. �?að verður að segjast eins og er að það er ekki slegist um að gerast trúnaðarmaður eða setjast í stjórn stéttarfélags. Fólk sem gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að vera lina og úrelta hefur alla möguleika á að beita sér og láta til sín taka. �?að er verðugt og mikilvægt og skilur á milli sterkrar hreyfingar og veikrar,�?? sagði Drífa.
Bölsýnisspár ekki gengið eftir
Hún sagði verkefnin næg framundan en líka hefði mikið áunnist, t.d. í róttækum tillögum að kjarasamningum 2015. Að fólk ætti að geta séð fyrir sér á laununum sínum. Að fullvinnandi fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að eiga mat út mánuðinn eða leyfa börnun-
um sínum að stunda tómstundir. �??Viðbrögðin sem við fengum voru þau að hér myndi allt fara á annan endann ef kröfum okkar yrði mætt. Verðbólga færi hér uppúr öllu valdi og við yrðum öll ver sett.
Við náðum töluverðum árangri í þessum samningum, svona miðað við það sem okkur bauðst í upphafi en við þurftum að sýna tennurnar og hafa mikið fyrir árangrinum,�?? sagði Drífa og bætti við að spár um að allt færi í kaldakol hefðu ekki gengið eftir.
�??Við höfum samt enn ekki náð því takmarki að lægstu taxtar dugi fyrir grunnframfærslu eins og nýleg umfjöllun um fátækt á Íslandi ber með sér. �?að er því óhögguð krafa og þegar hún er uppfyllt getum við farið að ræða stöðugleika og ábyrgð vinnandi fólks.�??
Baráttan um arðinn
Og áfram hélt Drífa og sagði að alvarleg veikindi ættu ekki að vera ávísun á fáttækt, ekki ætti að þurfa að leita langt yfir skammt eftir fæðingarþjónustu og það ætti ekki að vera skilyrði fyrir því að eignast íbúð að eiga efnaða foreldra. �??Allt þetta eru verkefni sem þarf að leysa í dag og skiptir kjör verkafólks á Íslandi miklu máli. Við berjumst ekki bara fyrir fleiri krónum og aurum í launaumslagið heldur því sem hefur áhrif á líf okkar til hins betra.�??
Drífa sagði að frá upphafi hafi kjarabaráttan staðið um skiptingu arðs af rekstri fyrirtækja, hvað mikið kemur í hlut eigenda annars vegar og launþega hinsvegar. Stórfyrirtæki skili ævintýralegum hagnaði á meðan fólk fær ekki nógu góð laun og krafan sé að lækka arðinn og hækka launin. �??Við getum gert það í gegnum launaumslagið eða við getum gert það í gegnum skattkerfið. �?að hlýtur að vera sanngjörn krafa að vinnandi fólk á Íslandi njóti afrakstursins í stað þess að peningarnir fari jafnvel án þess að hafa viðkomu hjá skattinum úr landi.�??
�?urfum á útlendingunum
að halda
Drífa hvatti til jákvæðs viðhorfs til útlendinga sem hingað koma sem í flestum tilfellum sé fátækt fólk sem reyni að freista gæfunnar annars staðar. �?að sé ekki vandamálið. �??Staðreyndin er sú að flest vestræn samfélög þurfa á fólki að halda til að halda úti velferðarkerfinu. Hér í Eyjum eru ekki nógu margar vinnufúsar hendur til að standa undir samfélaginu, við eigum því að vera þakklát fyrir að fólk kjósi að flytja hingað og aðstoða okkur við verkin sem þarf að vinna. Við erum ekki andstæðingar eða óvinir, við erum samherjar í því að byggja gott og réttlátt samfélag þar sem allir eiga að geta lifað með reisn,�?? sagði Drífa og hvatti fólk til að muna að baráttan er þeirra og ekki náist árangur nema allir standi saman.
�??�?að þýðir að stundum þarf að gera málamiðlanir en saman erum við svo miklu sterkari. Eflum félögin okkar, þéttum samstöðuna og nýtum það sem við höfum byggt upp í marga áratugi launafólki til heilla.�??