Hollvinasamtök Hraunbúða, nýstofnuð samtök, sem hafa það að markmiði að aðstoða heimilisfólk og aðstandendur Hraunbúða eru smátt og smátt að koma starfsemi samtakanna á fullt. Nú nýverið gekk stjórnin frá formlegri skráningu samtakanna og fékk við það kennitölu og í kjölfarið voru stofnaðir reikningar í bönkunum hér í Eyjum, Íslandsbanka og Landsbanka. Á báðum stöðum er sama númer, 200200 og kennitala samtakanna er 420317-0770 .
Styrktaraðilar eru í dag vel á annað hundrað og unnið er í því að safna fleirum.
�?eir sem hafa þegar skráð sig í samtökin, geta því lagt inn á 0582-26-200200 í Íslandsbanka eða 0185-26-200200 í Landsbanka. Lágmarksgjald einstaklinga er kr. 2.500,- og fyrir fyrirtæki 25.000,-, að sjálfsögðu er öllum frjálst að greiða meira ;).
Nú þegar hafa samtökin hitt starfsfólk og stjórnendur Hraunbúða, sem og fundað með aðstandendum heimilisfólks. Margt gagnlegt kom út úr þeirri þarfagreiningu og liggur þegar fyrir aðgerðarlisti sem unnið verður með og að næstu vikur og mánuði. �?að fyrsta sem verður ráðist í eru kaup á þremur hjólastólum, en markmiðið er líka að vinna með öðrum aðilum sem hafa stutt vel við bakið á heimilisfólki í gegnum tíðina. Næsta verkefni eru kaup á nýjum blóðþrýstingsmæli, sem vonandi verður kynnt fljótlega.
�?á hefur verið ákveðið að efna til Vorhátíðar þann 27. maí, milli klukkan 14 og 16. Hollvinasamtökin bjóða þar heimilisfólki og aðstandendum þeirra í sannkallaða sumarveislu og til viðbótar eru allir eldri borgara í Eyjum boðnir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vorhátíðar verður auglýst á næstu dögum.
Í spjalli okkar við aðstandendur og starfsfólk Hraunbúða kom margt fram sem hægt er að vinna að. �?að er mikilvægt að hlúa vel að heimilisfólki og markmiðið hjá öllum sem að Hraunbúðum koma er að öllum líði sem allra best. Nú þegar erum við komin í samband við Rauða krossinn, sem hafa boðið upp á heimsóknarvini. �?að göfuga starf er fjölbreytt og hægt er að kynna sér allt um það inn á www.raudikrossinn.is.
�?á hefur nú þegar verið ein dýraheimsókn og fleiri á döfinni. Samtökin hafa einnig ákveðið að bjóða upp á helgarbíltúr Hollvinasamtakanna. �?ar verður heimilisfólki boðið í stuttan bíltúr kl. 14 á laugardögum, en ef það viðrar ekki vel og spáin betri fyrir sunnudaginn, verður sunnudagsbíltúr um Eyjuna að sjálfsögðu frekar fyrir valinu. Aðstandendur og aðrir geta lagt okkur lið í þessu og boðið fleirum með í bíltúr um Eyjuna. Helgarbíltúrinn verður betur kynntur inn á Facebooksíðu samtakanna.
Mjög góð hugmynd kom upp í spjalli samtakanna við aðstandendur, en það var að gera �?rettándaupplifun heimilisfólks sterkari og að gera �?rettándann að meiri fjölskyldu-og samverustund. Á næsta ári munu samtökin því standa fyrir �?rettándagleði á Hraunbúðum með kaffi og meðlæti. Jóla- og �?rettándalög spiluð og vonandi fleiri uppákomur, ásamt því að fá hefbundna heimsókna jólasveinanna, með tilheyrandi flugeldasýningu.
Hollvinasamtökin munu taka að sér vinnu við nýtt aðstandendaherbergi Hraunbúða, en til stendur að útbúa það á næstunni.
Samtökin auglýsa eftir aðila eða aðilum, sem geta tekið að sér upplestur úr bókum vikulega fyrir heimilisfólk. Tveir aðilar gætu líka skipt þessu á sig á tveggja vikna fresti. Sannarlega gefandi verkefni. Áhugasamir geta haft samband við Halldóru Kristínu í síma 861-1105 eða í tölvupósti, [email protected].
�?egar Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson komu til að skemmta Eyjamönnum, fengu Hollvinasamtökin þá félaga til að koma og skemmta heimilisfólki Hraunbúða. �?að gerðu þeir svo sannarlega og kom Guðni þar að auki færandi hendi með tvær bækur sem hann hefur skrifað. Virkilega skemmtileg stund á Hraunbúðum og þökkum við þeim félögum kærlega fyrir komuna.
Á þessari upptalningu sést að mörg spennandi verkefni bíða samtakanna. Við hvetjum sem flesta til að gerast hollvinur Hraunbúða með því að styrkja samtökin og þannig stuðla að enn betri þjónustu við heimilisfólk. Við viljum líka bjóða alla hjartanlega velkomna sem vilja leggja samtökunum lið í þeim fjölmörgu og fjölbreyttu verkefnum sem framundan eru. Um leið þökkum við fyrir frábærar viðtökur og hlökkum til samstarfsins við bæjarbúa.