Fundur var haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 2. maí 2017 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Sigursveinn �?órðarson formaður, Jarl Sigurgeirsson aðalmaður, Sæbjörg Snædal Logadóttir aðalmaður, Sindri �?lafsson aðalmaður, Stefán �?skar Jónasson aðalmaður og �?lafur �?ór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: �?lafur �?ór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Friðrik Páll Arnfinnsson sat fundinn undir 1.máli.
Sigurbergur Ármannsson og Andrés �? Sigurðsson sátu fundinn undir 2.máli.
Dagskrá:
1. 201704173 – Eigið eldvarnaeftirlit
Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri fór yfir samvinnuverkefni sveitarfélaga annars vegar og tryggingafélaga og Mannvirkjastofnunar hinsvegar um eigið eldvarnaeftirlit. Hugmyndin er að auka forvarnir í eldvarnareftirliti og nefnist Eldvarnabandalagið.
Ráðið samþykkir að taka þátt í Eldvarnabandalaginu og felur slökkvistjóra framgang málsins.
2. 201704149 – Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2016
Sigurbergur Ármannsson fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2016. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 505 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 127 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 273 millj.kr.
Ráðið samþykkir ársreikninginn og vísar honum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
3. 201704191 – Afgreiðslusvæði Herjólfs
Með tilkomu nýrrar ferju sumarið 2018 telur Framkvæmda- og hafnarráð brýnt að skoða í tíma hvort breyta þurfi afgreiðslusvæðum og athafnasvæðum við Herjólf. Nauðsynlegt sé að fara í viðræður við Vegagerðina sem eiganda bæði skips og ferjumannvirkja.
Ráðið samþykkir að skipa starfshóp sem í sitja Sigursveinn �?órðarson, Stefán Jónasson og Andrés �? Sigurðsson. Að auki munu �?lafur �? Snorrason framkvæmdastjóri og Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi starfa með hópnum. Skal starfshópurinn óska eftir samráði við Vegagerðina eða eftir atvikum þeim aðilum sem að málinu koma.
4. 201704192 – Gámasvæði vegna Herjólfs
Lagðar fram tillögur að lagfæringu á svæði við Veiðarfæragerðina sem miða að auknu athafnasvæði fyrir gáma og stærri bíla vegna Herjólfs.
Ráðið samþykkir að fara í lagfæringar á svæðinu og felur starfsmönnum sviðsins framgang málsins.
5. 201702053 – Eyjahraun 1 viðbygging 2017
Opnuð hafa verið tilboð í viðbyggingu að Eyjahrauni 1. Eitt tilboð barst frá Steina og Olla ehf. og hljóðaði það upp á kr.194.420.160. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að eftir er að yfirfara tilboðið og meta kostnaðartölur.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að fara yfir og meta tilboðið. Ráðið mun taka afstöðu að því loknu.
6. 201606074 – Dalhraun 3 – Hraunbúðir viðbygging
Fyrir liggja verkfundargerðir nr.9 fra 11.apríl og 10 frá 25.apríl 2017
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerðir
7. 201610062 – Fráveita frá Botni að útrás Eiði
Fyrir liggur verkfundagerð nr.4 frá 19.apríl 2017
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi verkfundagerð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55