Erlingur Richardsson hefur undanfarin ár verið búsettur í þýsku höfuðborginni Berlín þar sem hann þjálfaði úrvalsdeildarliðið Füchse Berlín um skeið. Eftir að hafa verið óvænt sagt upp í desember í fyrra tók við leit að nýrri atvinnu sem á endanum fannst á heimahögunum í Vestamannaeyjum en eins og margir vita var Erlingur ráðinn skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja til afleysinga í eitt ár. Blaðamaður hafði samband við Erling og ræddi við hann um handboltann og ákvörðun hans að flytja aftur til Eyja.
Árið 2015 tekur þú við þýska úrvalsdeildarfélaginu í handbolta Füchse Berlín af Degi Sigurðssyni. Hvernig var að þjálfa á svona háu stigi? �??�?að var í sjálfu sér ekkert frábrugðið því að þjálfa meistaraflokk í öðrum löndum því í grunninn er leikurinn alltaf sá sami. �?að sem er kannski mest frábrugðið við það að þjálfa lið í þýsku deildinni er það hversu lítill tími gefst raunverulega til að þjálfa og kenna. Ástæðuna fyrir því má fyrst og fremst rekja til þess að hér er leikjadagskráin nokkuð þétt þannig að mesti tíminn fer í það að endurheimta og gera leikmenn klára fyrir næsta leik,�?? segir Erlingur.
Um miðjan desember í fyrra var Erlingi óvænt sagt upp þrátt fyrir að liðið stæði nokkuð vel að vígi í fjórða sæti deildarinnar og komið í 16 liða úrslit meistaradeildarinnar. �?etta hljóta að hafa verið mikil vonbrigði? �??Vissulega voru það mikil vonbrigði þegar mér var sagt upp störfum nánast á þeim forsendum �??af því bara�??. �?ll þau markmið sem sett voru í byrjun höfðu náðst og árangurinn var mjög góður,�?? segir Erlingur sem síðan þá hefur m.a. varið tíma sínum í að líta í kringum sig eftir nýrri atvinnu á milli þess sem hann hefur hjálpað til við heimilisverkin. �??�?g hélt nú bara áfram að læra þýsku og gaf mér aðeins meiri tíma í þann lærdóm. Svo sá eiginkonan mikil tækifæri í þessu og lagði hart að mér að �??koma sterkari inn�?? í heimilisstörfin. Að auki hef ég nýtt tímann í það að fylgjast meira með börnunum í þeirra leik og starfi. En auðvitað hefur farið mikill tími í það að meta og sjá hvaða atvinnumöguleikar voru fyrir hendi og gefa sér tíma í að ákveða hvaða skref yrði tekið án þess að ana út í einhverja vitleysu. �?annig að það hefur farið mikill tími í að ræða við fólk og sjá hvaða möguleikar voru fyrir hendi.�??
Hvernig kom það til að þú ákvaðst að sækja um sem skólastjóri GRV til afleysinga í eitt ár? �??�?egar við ákváðum að flytja aftur heim til Íslands þá vildum við sem fjölskylda að sjálfsögðu flytja til Vestmannaeyja og þá fer skiljanlega af stað það ferli að skoða og meta hvaða atvinnumöguleikar eru fyrir hendi. Auðvitað horfði ég til þeirra starfa sem tengjast þeirri menntun og reynslu sem ég hef og þegar tækifæri gefst til að fá vinnu í Vestmannaeyjum við það sem ég hef varið stærstum hluta af minni ævi þá lætur maður auðvitað slag standa. Vissulega er starf skólastjóra aðeins frábrugðið starfi kennara en ég veit að það er mikill metnaður hjá skólayfirvöldum og starfsfólki skólans að halda áfram að efla skólastarfið og sú vitneskja hvatti mig til að sækjast eftir þessu starfi, þó svo að það sé vissulega bara til eins árs. �?að má því kannski með sanni segja að Eyjarnar og samfélagið heilluðu bara of mikið,�?? segir Erlingur.
Helber dónaskapur og hroki af minni hálfu ef ég ætlaði ekki að miðla til baka
Munt þú með einhverjum hætti koma að handboltastarfi ÍBV samhliða skólastjórastarfinu? �??�?g mun auðvitað líkt og hver annar Eyjamaður koma að starfi ÍBV hvort sem það er í kringum handbolta og fótbolta eða jafnvel öðrum íþróttagreinum. �?g fékk nú sem betur fer þannig uppeldi í kringum mitt íþróttafélag að allir þyrftu að leggja hönd á plóginn til að byggja upp íþróttafélagið. �?að var líklega eitt af því mikilvægasta uppeldisatriði sem Íþróttafélagið �?ór og Knattspyrnufélagið Týr stóðu fyrir á sínum tíma. Sú nálgun hefur alltaf einkennt okkar íþróttastarf og á meðan ég get gert gagn innan ÍBV mun ég svo sannarlega bjóða fram starfskrafta mína með einhverjum hætti. �?tli næsta verkefni verði ekki líklega að tilkynna Björgvini Eyjólfs að ég verði klár í dómgæsluna á Orkumótinu og svo fæ ég kannski aftur aðgang að brennugenginu á �?jóðhátíðinni,�?? segir Erlingur kíminn en bætir við að honum renni blóð til skyldunnar að miðla þekkingu sinni til íþróttastarfs Eyjamanna. �??En ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá fyndist mér það helber dónaskapur og hroki af minni hálfu ef ég ætlaði ekki að miðla til baka, til iðkenda og annarra þjálfara í Vestmannaeyjum, þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef áunnið mér.�??
Sérðu fyrir þér að setjast að í Vestmannaeyjum í framtíðinni? �??Hvers konar spurning er þetta, auðvitað sé ég það fyrir mér því í Vestmannaeyjum er einfaldlega mjög gott að búa og verður bara betra,�?? segir Erlingur að endingu.