16 nemendur frá Gymnasium Michelstadt í �?ýskalandi, ásamt þremur kennurum, heimsóttu nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja í síðustu viku. Voru þau í Eyjum í heila viku við ýmsa iðju, borðuðu fondú á Eldfelli og skoðuðu togara úr flota Vestmannaeyja auk þess að dvelja einn sólarhring í Skógum.
Skólinn Gymnasium Michelstadt er að koma í sína þriðju skólaheimsókn til Vestmannaeyja og er mikill áhuga á að koma á föstu samstarfi á milli skólanna tveggja sem gengur út á að annað hvert ár fær GRV nemendur frá þeim í heimsókn og á móti fara krakkar frá Eyjum til þeirra. Stefnt er á að hópur nemenda frá GRB fari einmitt út til �?ýskalands í haust og fái að kynnast Gymnasium Michelstadt og nærumhverfi.
Samkvæmt Evu Káradóttur, kennara við GRV og einum af umsjónamönnum verkefnisins, byrjaði heimsóknin á Skógum á sunnudegi en þar var hópurinn einn sólahring á Skógar hostel sem býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir hópa. �??Nokkrar mæður úr hópnum höfðu vaknað snemma um morguninn til að elda dýrindissúpu sem við tókum með okkur og rann hún vel ofan í mannskapinn með doritos og osti,�?? segir Eva og heldur áfram. �??Eftir skemmtilega kvöldvöku þar sem hópurinn var hristur saman var morgunninn eftir farið í þriggja tíma gönguferð upp á Fimmvörðuháls, síðan að Sólheimajökli, horft á mynd um Eyjafjallagosið á �?orvaldseyri og skoðað Seljalandsfoss áður en farið var til Eyja um kvöldið.�?? Flestir nemenda GRV voru einnig að fara á þessa staði í fyrsta skipti þannig að upplifunin var ekki bara þýsku krakkanna.
Gæddu sér á fondú á Eldfelli
�?egar til Eyja var komið gistu gestirnir frá �?ýskalandi í heimahúsum þar sem íslenskir jafnaldrar þeirra fengu að spreyta sig í hlutverki gestgjafa. Yfir daginn vörðu þýsku krakkarnir síðan einhverjum tíma í skólanum, þar sem þeim gafst tækifæri á að kynnast starfinu sem þar fer fram. Heimsóknin einskorðaðist þó ekki aðeins við kennslustofuna og var afþreyingin af ýmsum toga eins og Eva lýsir. �??�?au fóru t.d. upp á Eldfell þar sem þau fengu að smakka súkkulaði- og osta fondú. Einnig var oft farið í sund og kom þá í ljós hversu mikil forréttindi það er að hafa svona frábæra sundlaug í bænum,�?? segir Eva og heldur upptalningunni áfram. �??�?au skemmtu sér vel á Rauðagerði, skoðuðu m.a. togara, frystihús, söfnin okkar og lundana svo eitthvað sé nefnt. �?au dorguðu niðri á bryggju, fóru á hestbak og hvaðeina. �?etta var mjög skemmtileg vika þar sem fullt af fólki tók þátt, gaf af sér og með sér og vill skólinn koma til skila þakklæti til foreldra, kennara og allra sem tóku þátt í að gera þessa viku svona eftirminnilega. �?að er einstakt að geta tekið svona skemmtilega og vel á móti öðrum nemendum og okkar krakkar bíða spennt eftir að endurgjalda heimsóknina næsta haust.�??
�?ess má geta að einn þýsku nemendanna var fatlaður og ekki fær um að ganga sjálfur en þökk sé dugnaði og útsjónarsemi kennara, sem héldu á honum þar sem aðgengi var slæmt, komst hann á alla áfangastaði ferðarinnar, þar með talið Eldfell. Af því sögðu er rétt að minna á að aðgengi fyrir fólk með fötlun er víða óviðunandi og er það skylda okkar sem samfélags að gera úrbætur á því.
�?etta er mjög sérstök eyja
�?ýski kennarinn Jörg Lippmann hefur alls tíu sinnum komið til Vestmannaeyja, fyrst sem túristi en nú sem fararstjóri þýska skólans Gymnasium Michelstadt. Strax eftir fyrstu kynni sín af landinu fékk Jörg brennandi áhuga á landinu og er alveg ljóst að honum hefur tekist að smita nemendur sína af áhuganum.
�??�?g hef sjálfur komið hingað í kringum tíu skipti en með hóp af krökkum er þetta fjórða skiptið mitt,�?? segir Jörg aðspurður hve oft hann hafi komið til Vestmannaeyja á lífsleiðinni. �??Til að byrja með var samstarf skólanna án heimsókna nemenda og þá í gegnum Comeniusarverkefnið sem er tveggja til þriggja ára samstarfsverkefni milli evrópskra skóla. Tveir af þeim skólum sem voru í verkefninu voru Grunnskóli Vestmannaeyja og skólinn okkar. Fljótlega sáum við að okkur líkaði vel við Íslendingana og þeim við okkur þannig að ákveðið var að halda áfram samstarfi milli skólanna,�?? segir Jörg og bætir við að kostirnir við samstarfið séu m.a. þeir að nemendur þurfi að tjá sig á ensku sín á milli. �??Nemendur beggja skóla geta ekki tjáð sig á sínu móðurmáli og þurfa því að nota ensku sem er þá sameiginlegur grundvöllur þeirra og að mínu mati kostur.�??
Sjálfur fór Jörg fyrst til Íslands árið 1988 í sumarfrí með foreldrum sínum og segist hann strax hafa heillast af landi og menningu. �??�?g heillaðist strax af Skandinavíu og sérstaklega Íslandi og í kjölfar fyrstu heimsóknarinnar ferðaðist ég hingað í nokkur skipti með vinum mínum þegar ég var í námi,�?? segir Jörg sem hefur greinilega tekist að smita nemendur sína af áhuga sínum á Íslandi. �??Við erum einnig í samstarfi við skóla frá Spáni og Ítalíu og geta nemendur því valið hvert þeir vilja fara. Hópurinn sem vildi fara til Íslands var langstærstur og þurftum við því miður að færa nemendur í aðra hópa þar sem það var ekki hægt að ferðast með svo stóran hóp.�??
Eldgosið stendur upp úr
En hvað er svona frábært við Ísland og þá sérstaklega Vestmannaeyjar? �??Ef þú myndir spyrja nemendurna þá myndu þeir líklega svara því að tilhugsunin um að vera svo nálægt virku eldfjalli sé yfirþyrmandi, þeir hafa aldrei upplifað slíkar aðstæður. Að standa fyrir framan raunverulegt hús inni í Eldheimum og heyra sögurnar af gosinu fannst þeim líka mjög magnað. Annað sem þeim þykir athyglisvert er að vera svona nálægt sjónum en það er mjög nýtt fyrir þá þar sem við búum inni í miðju landi,�?? segir Jörg.
En hvað með veðrið, það hlýtur líka að vera viðbrigði? �??Já, en ég var búinn að undirbúa þau vel. Í fyrstu var veðrið betra en við bjuggumst við, sól og blíða en fljótlega lærðu þau að veðrið hérna getur verið mjög óútreiknanlegt, ólíkt því sem gerist í �?ýskalandi þar sem veðrið er oft eins dögum saman. Í stað þess að plana marga daga fram í tímann ákváðum við því að taka einn dag í einu og sjá hvað væri hentugt að gera hverju sinni,�?? segir Jörg.
Að lokum segist Jörg vera stoltur að fá að kynna þýskum nemendum fyrir stað eins og Vestmannaeyjum. �??�?að er óvenjulegt að koma með hóp af krökkum til Íslands og sérstaklega til Vestmannaeyja, þetta er mjög sérstök eyja. Mér líður hálfpartinn eins og upphafsmanni að þessu samstarfi og það gerir mig stoltan. Við fáum síðan Íslendingana til okkar í haust og þá viljum við sýna þeim hvernig lífið er í �?ýskalandi, engi, eplatré og örlítið hærra hitastig. �?g vona svo sannarlega að íslensku nemendurnir, líkt og nemendur okkar, eigi eftir að upplifa allt öðruvísi hluti en þau eiga að venjast hér á Íslandi.�??