Gangi allt eftir verður ný Vestmannaeyjaferja afhent í Póllandi 20. júní á næsta ári samkvæmt samningi sem vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist undirrituðu í janúar síðastliðinn. Byrjað verður á að skera niður stálið í þessari viku.
�??�?að er lítið að frétta þannig lagað en undirbúningur hefur verið á fullu. �?á er ég að tala um að þeir eru að vinna í að fá þann raf- og vélbúnað sem til þarf því það er afgreiðslufrestur á þeim hlutum,�?? sagði Andrés �?. Sigurðsson, fulltrúi í smíðanefnd nýrrar ferju þegar rætt var við hann á mánudaginn.
�??Líka er verið að vinna í útfærslum á minni atriðum eins og t.d. loftræstibúnaði. Farið var með líkanið í prófanir til að reyna skrúfurnar, nákvæma útfærslu á þeim og finna út viðnám skrokks og fleira. Gekk það allt saman vel. Byrjað verður að skera niður stálið nú í vikunni og reiknað er með að skrokkurinn verði settur saman í september og október nk. og þá ættum við að fara að sjá eitthvað fara að gerast.
Fulltrúar stöðvarinnar gera ráð fyrir að einhvern tíma taki að koma skipinu heim og útbúa það en Vegagerðin gerir þó ráð fyrir að skipið verði komið í gagnið fyrir �?jóðhátíð á næsta ári.
Samið var við pólsku skipasmíðastöðina að loknu útboði þar sem tilboð þess var talið hagstæðast, eftir að norsk skipasmíðastöð féll frá tilboði sínu. Kemur þetta álit fram í frétt um undirritunina á vef Vegagerðarinnar. Tilboð Crist var 26,2 milljónir evra, sem svarar til liðlega 3,1 milljarðs króna á núgildandi gengi.
�?etta verður örugglega eitt af málunum sem rædd verða á fundi um samgöngumál í Höllinni í kvöld þar sem fulltrúi frá Vegagerðinni mætir.