�?að hefur verið nóg um að vera hjá yngri flokkum ÍBV síðustu misseri en nokkrir Íslandsmeistaratitla hafa farið á loft. Stúlkurnar í 5. flokki yngri og 6. flokki yngri tryggðu sér Íslandsmeistaratitil fyrir nokkru síðan og núna síðast var það 6. flokkur kvenna eldri en þær voru í eldlínunni um þar síðustu helgi. Fór þá liðið norður á Akureyri og vann alla fjóra leikina og eru þar með búnar að vinna fjögur af fimm mótum sínum í vetur og í heildina 24 af 25 leikjum. �?essi árangur varð til þess að tryggja þeim bæði deildar- og Íslandsmeistaratitil. Drengirnir í 6. flokki yngri náðu einnig góðum árangri en þeir tryggðu sér 3. sætið í deildarkeppni sinni. 5. flokkur kvenna eldri vann einn og tapaði þremur í 1. deild á síðasta móti ársins hjá þeim, fínn árangur hjá þeim á tímabilinu sem skilar þeim í 5-6. sæti. 4. flokkur kvenna yngri datt síðan út í undanúrslitum á móti HK í baráttunni um Íslandsmeistaratitil en leikurinn endaði 19-20 og réðust úrslitin í blálokin. 4. flokkur kvenna eldri spilaði í B-úrslitum og vann Fjölni í undanúrslitum og eru því komnar í úrslit. 4. flokkur yngri karla keppti sömuleiðis í B-úrslitum og vann þar Hörð frá Ísafirði. 6. flokkur karla fór líka til Akureyrar en þar voru þeir með þrjá sigra og eitt tap og enduðu í 2. sæti í 3. deild. B-liðið vann aftur á móti einungis einn leik en tapaði fjórum. Að lokum tapaði 5. flokkur karla öllum sínum leikjum á móti um helgina.