Ferjan Baldur sneri við rétt innan við Elliðaey á leið í Landeyjahöfn fyrir skömmu. í fréttatilkynningu segir að aðstæður í og við Landeyjahöfn hafi snarversnað og Baldur því snúið við og er hann nú á leið aftur á leið til Vestmannaeyja.
�??�?ví er ljóst að þessi ferð sem fór frá Vestmannaeyjum 12:00 og ferð frá Landeyjahöfn 13:30 fellur niður. Farþegar sem áttu bókað í þá ferð eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við afgreiðslu í síma 481 2800 til að láta færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt, opið er frá 08.00-21:00,�?? segir í fréttinni frá Herjólfi.
Klukkan 13.00 var ölduhæð á dufli utan við Landeyjahöfn 2,7 metrar. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 15-25 m/s í dag, hvassast SA-til. Talsverð rigning eða slydda A-lands, en snjókoma til fjalla. Annars úrkomuminna. Austlægari í kvöld, hvassast á annesjum N-til og á Vestfjörðum og úrkomumeira þar. Hiti 1 til 10 stig, mildast SV-til.
Austan og suðaustan 8-15 og talsverð rigning A-lands á morgun, en annars rigning með köflum og hlýnandi veður.