,,Ferðamálasamtök Vestmannaeyja lýsa yfir ánægju sinni með fjölgun ferða Herjólfs upp í sex alla daga í sumar,” segir í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér fyrir skömmu.
,,�?að skiptir miklu máli að ekki sé hindrun á vegi þeirra sem vilja heimsækja Vestmannaeyjar. Fjölgun ferðamanna hefur skilað blómlegra mannlífi og fjölda atvinnutækifæra í Vestmannaeyjum. Vonandi halda stjórnvöld áfram á þessari braut til að sú þróun haldi áfram. �?akkir til þeirra sem unnu að málinu.”