Sigríður Inga Sigurðardóttir eða Sigga frá Skuld eins og hún er alltaf kölluð er ein af mörgum litríkum Eyjamönnum. Sigga frá Skuld sem fagnaði 92 ára afmæli sínu þann 14. apríl unir sér vel í fallegri þjónustuíbúð í Grafarvogi. Hún hefur í augum blaðakonu alltaf verið ævintýraleg og mikill klassi yfir henni. �?að var því með nokkurri tilhlökkun sem blaðakona tekur hús á Siggu.
Tíunda barn foreldra sinna
,,Viltu ekki koma klukkan 10.30 á morgun, það hentar mér ágætlega og ég hlakka til að sjá þig.�??
�?að eru engar málalengingar eða óþarfa vesen á Siggu þegar við mælum okkur mót. �?að má segja að Sigga komi til dyranna eins og hún er klædd. Hún byrjar á því að afsaka sig að hún sé ómáluð, ógreidd, í leggings og hlýrabol. Við verðum fljótt sammála um að hún sé stórglæsileg, nákvæmlega eins og hún er, og ótrúlega hress miðað við aldur. Við hefjum spjallið og förum um víðan völl.
Sigga frá Skuld er fædd 1925 og er tíunda barn foreldra sinna af ellefu sem öll komust á legg. ,,Foreldar mínir voru Sigurður Pétur Oddsson frá Krossi í Landeyjum og móðir mín Ingunn Jónasdóttir frá Helluvaði í Rangárvallasýslu. �?g var skírð eftir þeim Sigríður Inga. Mamma var mjög smávaxin, þrátt fyrir það gekk hún með ellefu börn,�?? segir Sigga og virðing hennar fyrir foreldrum sínum leynir sér ekki. ,,Pabbi gerði út báta ásamt öðrum en ég man ekki nöfnin á þeim. �?, minnið er farið gefa sig en það skiptir ekki öllu máli.�??
Var ekki erfitt að alast upp í ellefu barna hópi? ,,Nei, foreldrar mínir voru öflugt fólk. Pabbi átti hlut í bátum og við höfðum allt af öllu. �?g hef alltaf verið mikill fagurkeri enda var æskuheimili mitt afskaplega fallegt. Skuld stóð við Vestmannabraut 40 beint á móti Vöruhúsinu. Í húsinu var falleg stásstofa með kringlóttu borði og flottum stólum. Heldra fólkinu var boðið þar inn og við systkinin vorum kölluð í stásstofuna ef það var eitthvað sem þurfti að ræða við okkur,�?? segir Sigga og hverfur smá stund aftur í tímann.
�?urrkaður sundmagi, matarlím í Portúgal
,,�?egar ég var barn þá hjálpaði ég til við að breiða sundmaga til þurrkunnar uppi á bárujárn á Krónum. Sundmaginn var hvítur þegar hann fór á bárujárnið en glær þegar hann var orðinn þurr. Konunar hér í Eyjum voru ótrúlega forsjálar. �?ær seldu svo glæran sundmaga til Portúgal þar sem hann var notaður í matarlím.
�?g var heppin. �?g var tíunda í röðinni, yngst af sjö systrum og naut góðs af leiðsögn þeirra. Mér var kennt að bursta lakkskóna mína þegar ég var búin að nota þá á sunnudögum. Pabbi vann mikið og mamma sá um heimilið. �?ar var alltaf mikil gestrisni. Allt heimabakað snúðar, vínarbrauð og búin til sulta. Allt var saumað heima,�?? heldur Sigga dreymandi áfram.
�?akkar fyrir að vera á lífi
,,Sjáðu þarna erum við öll systkinin, ég er í bláu kápunni,�?? segir Sigga og bendir á mynd sem hangir upp á vegg af systkinunum ellefu. �?g var hávaxin svo ég beygði mig í hnjánum þegar teknar voru myndir. �?g vildi ekki yfirgnæfa strákana eða vera eins og tröllskessa,�?? segir Sigga og hlær sínum létta hlátri. ,,�?g er með glaðsinna skap. En nú er svo komið að öll mín systkini eru dáin, vinkonur mínar og frændfólk er líka farið. �?g hef farið í þvílík ósköp af jarðarförum, en ég má þakka fyrir að vera á lífi og orðin 92 ára.�??
Allt í einu beygir Sigga sig niður og fer að gera léttar æfingar. ,,Sjáðu, finnst þér þetta ekki flott? �?g geri oft æfingar þegar ég man eftir því. �?g er ennþá fitt miðað við aldur. �?að er ekki langt síðan ég hoppaði, sippaði, fór í kollhnís og krabbastöðu. �?g hef alltaf verið virk og kappsöm, hoppandi og skoppandi út um allt og keppti í handbolta hér áður fyrr. �?g gat haldið fimm boltum á lofti í langan tíma.�??
Margir boltar á lofti
Sigga stendur ákveðin upp og nær í tvo litla gula bolta. ,,Sjáðu, ég ætla að sýna þér. �?g get alveg haldið fjórum boltum á lofti í einu en ég á erfiðara með að beygja mig eftir þeim ef ég missi þá.�?? Níutíu og tveggja ára gamla konan byrjar að henda tveimur boltum á loft. ,,�?ú getur talið skiptin ef þú vilt,�?? segir Sigga á meðan hún heldur boltunum ótrúlega lengi á lofti.
,,�?g gat líka dundað mér. Bjó til heilu bæina úr steinum, skeljum, kuðungum og því sem ég fann. �?g var kappsöm og dugleg með gott hugmyndaflug. �?skan var yndisleg í Vestmannaeyjum. �?g var alltaf í parís, bjó til allskonar gerðir af parísum,�?? segir Sigga og teiknar fyrir blaðakonu með höndunum eina af parísunum frá því í æsku. Mig langaði að verða leikkona en það voru fáir sem fóru í leiklistina. �?g var líka dugleg í höndunum.�??
Flinkur flakari
Talið berst næst að vinnu. �?g vann í flökun hjá Einari Sigurðssyni og var flink, ég var flakari. �?að voru þrjú handtök,�?? segir Sigga og sýnir mér þau, þó enginn sé fiskurinn. Handtökin eru ekki gleymd.
Sigga heldur áfram að lýsa vinnubrögðunum í frystihúsinu: ,,Við vorum þrjár að vinna saman, ég flakaði, önnur roðfletti og sú þriðja setti í kassa.�?? Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, dóttir Siggu, Harpa Fold hefur sýnt góðan árangur í Íslandsmeistarakeppni í handflökun.
Falleg með brún augu
Sextán ára kynntist Sigga verðandi eiginmanni sínum Ingólfi Theódórssyni á balli í Eyjum.
,,Hann var þrettán árum eldri en ég. Hugsaðu þér, ég var fjórða konan hans, trúir þú því? Hann var rosalega góður og fór aldrei frá mér. Hann var ofboðslega duglegur og gaf mér allt. Hann var brúneygur. �?g var alltaf svo ánægð með hann,�?? segir Sigga með væntumþykju í röddinni. Ingólfur átti þrjú börn með fyrri eiginkonum sínum. Saman eignuðust Sigga og Ingólfur sex börn. ,,Elstur er Sigurður Ingi fæddur 1945, næst fæddist Elín Björg árið1946 en dó aðeins viku gömul, þar á eftir kom Hugrún Hlín fædd 1948, en hún lést árið 2003. Kristín Hrönn fæddist næst 1960 og í lokin tvíburarnir Elfa Dröfn og Harpa Fold fæddar1962. �?mmubörnin eru fjórtán, langömmubörnin tólf og langalangömmubörnin eru orðin þrjú. Mikið og gott samband var við tvær dætur Ingólfs, þær Jóhönnu fædda 1933 og Cornelíu fædda 1937 þær eru báðar látnar en skilja eftir sig fjölda afkomenda. ,,�?g lá sængurleguna þegar ég missti Elínu Björgu. Hún var voða falleg með brún augu. Maður er rosalega lengi að jafna sig og veistu það að maður hugsar, ef ég hefði gert hlutina svona og hinsegin,�?? segir Sigga af mikilli einlægni.
Giftar konur spila ekki handbolta
,,�?g var svo ung þegar Ingólfur bað mín að við komum okkur saman um að hann myndi tala við mömmu og pabba og biðja um hönd mína. Finnst þér það ekki sætt?�?? spyr Sigga og gott ef ekki örlar á sextán ára stelpunni í röddinni. ,,Foreldar mínir báðu hann um að fara mjúkum höndum um mig, ég væri sterkur persónuleiki sem ekki mætti bæla niður.�??
,,Ingólfur var frá Siglufirði og við fórum þangað á síldarvertíð, bjuggum í húsi sem kynnt var með kamínu. Hugrún mín kom með okkur til Siglufjarðar. �?að var mikið dansað og mikil gleði. Ingólfur dansaði mikið, polka og ræl. �?g spilaði handbolta og við spiluðum stundum á �?jóðhátíð. Ingólfi fannst það ekki passa að gift kona væri að spila handbolta og sagði við mig. ,,Ef þú ferð út á völl að spila fyrir rónana þá sæki ég þig. �?g sagði við hann ef þú kemur og sækir mig þá gerir þú lítið úr þér. Hann kom ekki og við töpuðum með einu marki.�??
,,�?etta var bara tíðarandinn, þetta hefur breyst í dag. En Ingólfur studdi mig með þögninni. Við vorum ólík og aldursmunurinn hafði eitthvað að segja líka. �?g fékk alltaf að kaupa mér eitthvað fallegt, fara í permanent og þess háttar. Hann lét mig hafa heilmikla peninga sem ég geymdi í svefnherberginu. Ingólfur gaf mér húsið á Höfðaveginum og leyfði mér að mubblera það og hafa það eins og ég vildi. Hann sagði alltaf að ég færi vel með peninga,�?? segir Sigga og virðist nokkuð sátt við lífshlaup þeirra Ingólfs sem lést árið 1988.
,,�?gilega flott fólk í gistingu�??
Í húsinu að Höfðavegi 16 rak Sigga síðar gistiheimilið Hvíld. Húsið var myndarlegt tveggja hæða hús með turni. ,,�?að var flott í turninum og húsgögnin í asískum stíl,�?? segir Sigga sem skreytt hefur núverandi heimili sitt með hlutum úr turninum. �?jónustuíbúð Siggu er glæsileg í alla staði og ógrynni að fallegum munum. ,,�?g þurfti að láta fullt af hlutum frá mér þegar ég flutti frá Eyjum. En það var ekkert erfitt að flytja því öll mín fjölskylda og vinir voru komnir til Reykjavíkur.�??
Siggu var gestrisni í blóð borinn og vel gekk að sinna gestunum. ,,�?eir flottustu fengu að fara í turninn. �?g fékk oft ægilega flott fólk í gistingu.�?? Sigga segist ekki hafa lent í neinum vandræðum nema í eitt skipti. ,,�?á fékk ég óreglupar þau voru með ólæti, ég þorði ekki niður ef þau myndu nú henda einhverju í mig. Tveimur dögum seinna kom viðskiptavinurinn að borga og færði mér þá hlut að gjöf. Hann sá eftir því að hvernig þau höfðu hagað sér. Í einstaka tilfellum gisti fólk lengi hjá mér og þá bauðst ég stundum til þess að þvo fyrir það.�??
�?tlaði ekki að svara í símann
�?egar Sigga er spurð um upplifunina af eldgosinu 1973 segir hún, ,,�?etta var sögulegur viðburður. Maður fór bara með krakkana þrjá og tösku upp á land. �?g kom þeim fyrir á Selfossi hjá Elínborgu systur minni og fór strax aftur til Eyja að reyna að pakka einhverju niður. Við fengum gott húsnæði í Hafnarfirði. Ingólfur vann mikið en sótti mikið í að vera nærri mér. Hann var með menn í vinnu í Reykjavík, Hafnarfirði, Grindavík, �?orlákshöfn og í Vestmannaeyjum, að þjónusta bátana þar.�??
,,�?g man kvöldið fyrir gosið. Klukkan var langt gengin í eitt aðfaranótt 23. janúar. �?g var að baka fyrir fund í Oddfellow húsinu sem vera átti næsta kvöld. �?g var búin að baka fullt af kökum og skreyta þær þegar ég loksins fór í rúmið að ganga tvö. Ingólfur hafði komið fram stuttu áður, ekki mjög glaður. ,,�?tlar þú að baka í alla nótt,�??spurði hann mig. En hann gat ekki sofnað á meðan ég var að baka.�??
Rétt fyrir tvö hringdi síminn. �?g var eitthvað súr yfir athugasemdunum Ingólfs um næturbaksturinn. þegar síminn hringdi ætlaði ég ekki fram að svara. �?g sagði við hann, �??�?g ætla að láta þig vita það Ingólfur að það hringir enginn í mig klukkan tvö að nóttu.�?? Hann fer í símann og ég heyri að það er eitthvað mikið að, þegar ég hann segir grafalvarlegur: �??Austur á Eyju?�?? �?að var alveg svakaleg tilfinning að fara í bátinn með börnin fyrir framan sig.�??
Komu fluglæsar til baka
�??Tvíburarnir mínir fóru gosveturinn til �?lafsvíkur til hjónanna Sigríðar �?óru Eggertsdóttur sem kölluð er Sigga Tóta og Bergmundar mannsins hennar. Sigga Tóta er bróðurdóttir Ingólfs. Bergmundur smíðaði dúkkuhús á lóðinni og þar gátu dætur þeirra og stelpurnar mínar leikið sér saman. Sigga Tóta var þvílíkt góð við þær og þegar þær komu til baka voru þær fluglæsar og skrifuðu alveg ljómandi vel.�??
,,Sumarið 1973 var íslenskum börnum boðið að fara í frí til Noregs. �?g leyfði tvíburunum að fara en gat ekki hugsað mér að Kristín Hrönn færi líka. Fólkið í Noregi var mjög gott það vissi ég og þess vegna leyfði ég öllum stelpunum mínum að fara.�??
Lítil á henni löppin
,,Mér finnst Eyjarnar það yndislegasta sem ég hef kynnst í veröldinni,�??segir Sigga og lyftist öll upp. Fólkið er svo yndislegt og gott. Til dæmis nágrannakona mín, hún Guðný hans Matta Boga hún hjálpaði mér að setja upp allar gardínur í húsinu hjá mér. Guðný var alltaf tilbúin að koma og hjálpa ef á þurfti að halda. Matti og Guðný eiga tvær yndislegar dætur, Rósu og Kolbrúnu.�??
Sigga heldur áfram að rifja upp minningar frá Vestmannaeyjum: �??�?að var nóg að gera með Kristínu Hrönn tveggja ára og tvíburanna nýfædda. �?g man alltaf þegar ég var að gefa öðrum hvorum tvíburanum brjóst þá kom Kristín Hrönn til mín og segir. �??mikið er lítil á henni löppin�??. ,,Mér fannst það svo sætt,�?? segir Sigga dreymin á svip.
Alltaf að rækta
,,�?g var með kartöflugarð úti í hrauni og út um allt. �?g ræktaði blómkál og hvítkál sem ég seldi apótekarafrúnni sem var dönsk og kunni vel að meta það. �?g ræktaði líka rófur, næpur, og gulrætur. Eftir gos var erfitt að finna stað sem var ekki of heitur, en ég lét setja nokkur vörubílshlöss af mold út á nýja hraun og ræktaði þar kartöflur, sem hægt var að taka upp allt árið. Í gamla daga sótti ég kúaskít sem ég þurrkaði og muldi niður. Notaði þetta svo með áburðinum í moldina. �?að var dásamlegt líf að rækta kartöflur. Í dag rækta ég stundum graslauk. �?g átti líka fallegan garð við húsið mitt þar sem ég ræktaði blóm.�??
Hattadömur í Eyjum
�?egar Sigga er spurð um vinkonur úr Eyjum nefnir hún Ingibjörgu Johnsen. ,,Imba Johnsen var tveimur árum eldri en ég. Hún var svo flott og gekk um með hatt.�?? Siggu dreymdi um að eignast hatt og það rættist þegar Sigrún í Skuldarabakaríinu gaf henni pening. ,,�?að kom hattadama til Eyja. �?g fór og hitti hana á hótelinu og keypti af henni hatt. �?egar ég hélt heim á leið reyndi ég að ganga eins glæsilega með hattinn og Ingibjörg Johnsen.�??
,,Við vorum æskuvinkonur. Hún var mikil stúkumanneskja og ég var rosalega heppin að kynnast henni. Hún tók mig með í stúkuna og það var viss hjálp í því. Imba var fanatísk á vín og tóbak. Pabbi Imbu var flottur maður sem reykti vindla í húsinu áður en gestir komu til þess að gera góða lykt. �?að þótti voða flott að setja sígarettur og vindla á borð í fermingarveislum. Chesterfield og Commander. �?g var stundum að kveikja í vindlastubbum sem ég fann í stofunni og reyna að reykja. En ég vildi aldrei byrja að reykja. �?g vildi ekki að lungun yrðu svört að innan.�??
Bollaði Einar ríka
Sigga heldur áfram að rifja upp minningar. ,,�?g lærði að synda í sjónum við sundskálann á Eiðinu undir Heimakletti þegar ég var sex til átta ára. �?g fór þangað oft ein eða með öðrum. Við Gúanóið var volg tjörn sem myndaðist úr affallsvatni sem notað var til kælingar. �?ar var betra að synda því sjórinn var svo kaldur.�?? Sigga heldur áfram. ,,Einar ríki bjó í Vöruhúsinu beint á móti Skuld. �?egar ég var átta eða níu ára gömul ákvað ég að bolla Einar rækilega á bolludaginn og hafði mikið fyrir því. Eldsnemma reisti ég stiga við húsið hans, skorðaði hann vel og klifraði upp á þak. �?g skreið inn um svefnherbergisgluggann hjá Einari og þáverandi eiginkonu hans og bollaði Einar rækilega. �?g laumaðist aftur yfir götuna heim að Skuld. Síðar um daginn kom Einar með fullan bakka af bollum, af öllum sortum. Foreldrar mínir voru ekki alveg sáttir með þetta uppátæki yngstu dótturinnar,�?? segir Sigga og hefur gaman af.
Faðmlög og væntumþykja
,,Heldur þú að einhver nenni að lesa þetta sem ég er að segja?�?? Blaðakona er ekki í nokkrum vafa og fullvissar Siggu um að svo sé. ,,�?g er trúlofuð. Sjáðu þennan fallega hring sem kærastinn minn, hann Sverrir Benediktsson gaf mér. Hann býr hjá dóttur sinni og ég bý hér. �?vílík happagjöf að hitta Sverri. Hann er svo góður við mig að það hálfa væri nóg. Hann ráðlagði mér að selja bílinn minn og sagði við mig, �??nefndu það og ég keyri þig.�?? �?að hefur hann staðið við, finnst þér það ekki flott?�?? Sverrir er ættaður úr Eyjum. �?að er gott að fá faðmlög og finna væntumþykju,�?? segir hamingjusöm Sigga.
,,�?g geri allt sem ég þarf að gera. Baka lummur og bý til matinn minn. �?g bý til uppbakaðar rjómalagaðar sósur en samt er ég ekki mjög feit,�?? segir Sigga sem alltaf hefur hugsað um útlitið. ,,�?g er bara svona eins og þú sérð mig en ég ætla að greiða mér og setja á mig varalit áður en þú tekur mynd.�?? �?að gerir Sigga og bætir svo um betur þegar líður að myndatöku og fer í fallega blússu.
Foreldarnir leiðarljós
,,�?g hef aldrei getað verið í ófriði. �?að var mikið lagt upp úr því að við blótuðum ekki. Ef við gerðum það þá vorum við að kalla á ljóta kallinn og þá yrðum við aldrei ánægð. �?g er gæfusöm. Foreldrar mínir voru mitt leiðarljós í lífinu. �?au kenndu okkur bænir. Pabbi var alltaf að vinna en ef hann var heima þá kom hann og kenndi okkur bænir. Við áttum að læra þær utanbókar og kunna þegar hann færi yfir þær með okkur.�??
Sigga setur sig í stellingar og fer með eina af bænunum sem foreldar hennar kenndu henni
,,Nú er ég klædd og komin á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól.
Í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
Finnst þér þetta ekki fallegt?�?? spyr Sigga með sínu fallega brosi.
Allir svo góðir við mig
�?egar blaðakona fer að klæða sig í úlpu og skó tekur Sigga nokkrar teygjuæfingar. ,,Finnst þér ekki ótrúlegt hvað ég get? En nú þarf ég að fara í morgunsturtuna mína.�?? Viðtalinu er lokið þegar Sigga segir skyndilega: �?g er rosalega heppin með fjölskylduna mína og tengdabörnin eru öll góð við mig. �?að er enginn biturleiki í mér. �?að má ekki láta það eftir sér. �?g væri ekki lifandi ef ég færi í sorgardýfu,�?? segir Sigga af mikilli sannfæringu.
,,�?g ætla að fylgja þér út,�?? segir Sigga. Blaðakona spyr hvort það sé til þess að hún fari ekki með vitið úr húsinu. ,,Nei ég ætla að fylgjast með þér fara, þú ert alveg stórkostleg kona,�?? eru lokaorð Siggu. �?að er ekki laust við að blaðakona gangi hnarreistari út eftir skemmtilegt og uppbyggjandi samtal við hina lífsglöðu hefðarfrú Siggu frá Skuld.