Dregið verður í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla á morgun, föstudag, klukkan 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV verður að sjálfsögðu í pottinum en þeir slógu út 4. deildar liðið KH á Hásteinsvelli í gær, lokatölur 4:1.