Lokahóf ÍBV handboltadeildar var haldið á Háaloftinu sl. laugardag við hátíðlega athöfn. �?ar komu saman leikmenn meistaraflokks og 3. flokks karla og kvenna, þjálfarar og aðrir velunnarar. Fjölmörg verðlaun voru veitt þetta kvöld og ber þar hæst verðlaun fyrir bestu leikmenn ársins en í karlaflokki þótti Theodór Sigurbjörnsson bestur en Ester �?skarsdóttir í kvennaflokki. Bæði tvö vel að þessu komin.
Líkt og fram kom í ræðuhöldum framkvæmdastjóra og þjálfara var árangurinn í ár ekki beint í samræmi við metnað félagsins þó svo árangurinn hafi rímað ágætlega við spár sérfræðinga fyrir tímabilið. Stelpurnar enduðu með 17 stig í fimmta sæti deildarinnar sem nægði þeim ekki til að komast í úrslitakeppni. Í Coca-Cola bikarnum sigruðu stelpurnar Víking örugglega í fyrstu umferð en lentu síðan á vegg í annarri umferð gegn Stjörnunni þar sem lokatölur voru 32:23. Strákarnir enduðu aftur á móti í öðru sæti í Olís-deild karla með 36 stig, einu stigi á eftir toppliði FH. Í fyrstu rimmu sinni í úrslitakeppninni duttu Eyjamenn síðan út fyrir Val eins og frægt er en þangað til höfðu þeir verið taplausir í 12 leikjum. Í Coca-Cola bikarnum þurfti ÍBV að sætta sig við eins marks tap gegn Selfossi í fyrstu umferð sem verður að teljast vonbrigði.
�?rátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið eins góður og raun ber vitni var árið engu að síður viðburðaríkt, margir góðir sigrar og sömuleiðis margir ósigrar, mörg eftirminnileg augnablik og mörg augnblik sem fólk vill helst að falli í gleymsku. �?að er alltaf hægt að tala um dómaraskandal, meiðsli, óheppni, hvað ef þetta og hvað ef hitt en þegar öllu er á botninn hvolft þá er niðurstaðan óumflýjanleg og endanleg. �?að sem mestu máli skiptir er að horfa fram á veginn, læra af mistökunum og byggja ofan á það sem vel fór.
Verðlaunahafar
Í þriðja flokki karla var Daníel �?rn Griffin valinn efnilegasti leikmaðurinn, �?líver Magnússon fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir, Ingvar Ingólfsson var valinn ÍBV-arinn og Gabríel Martinez Róbertsson besti leikmaðurinn. Í þriðja flokki kvenna var Ásta Björk Júlíusdóttir efnilegust, Hafrún Dóra Hafþórsdóttir sýndi mestu framfarirnar, Linda Petrea Georgsdóttir var valinn ÍBV-arinn og Sandra Erlingsdóttir var valinn besti leikmaðurinn.
Í meistaraflokki karla hlaut Friðrik Hólm Jónsson Fréttabikarinn sem efnilegasti leikmaðurinn, Magnús Stefánsson var valinn ÍBV-arinn og Theodór Sigurbjörnsson besti leikmaðurinn. Í meistaraflokki kvenna hlaut Sandra Erlingsdóttir Fréttabikarinn sem efnilegasti leikmaðurinn, Sandra Dís Sigurðardóttir sýndi mestu framfarirnar, Greta Kavaliauskaite var valinn ÍBV-arinn og Ester �?skarsdóttir besti leikmaðurinn.
Að lokum er rétt að greina frá því að tveir leikmenn ÍBV munu hverfa á braut eftir tímabilið, einn úr karlaliðinu og einn úr kvennaliðinu. Línumaðurinn öflugi Telma Amado mun róa á önnur mið eftir fjögur tímabil með ÍBV sem og markvörðurinn Kolbeinn Arnarsson en hann hefur allan sinn feril leikið með ÍBV.
Hér má sjá myndir frá kvöldinu.