Hún var ekki í mörgu frábrugðin fermingarmessan þeim sem við Íslendingar flestir eigum að venjast sem fram fór í Landakirkju eftir hádegið á sunnudaginn. Jú, reyndar, hún var katólsk, fór fram á pólsku og börnin tólf sem þarna fermdust voru á aldrinum átta til tíu ára. En ánægjan var ekki síðri og gleðin skein úr andlitum barnanna sem tóku virkan þátt í athöfninni. Á annað hundrað manns, foreldrar, systkini, afar og ömmur og vinir voru mætt til að samgleðjast þeim.
Presturinn, Mikolaj Kleicik stýrði athöfninni af röggsemi og varði miklum tíma í að tala til barnanna. Mariusz Wanecki og Barbara Zielenda voru þarna að láta ferma dóttur sína, Láru Barböru en fjölskyldan hefur búið í Vestmannaeyjum í 11 ár og talar Mariusz mjög góða íslensku.
Katólska kirkjan í Póllandi hugsar um sitt fólk í Vestmannaeyjum en hér búa um 180 Pólverjar og kemur Mikolaj, sem búið hefur þrjú ár hér á landi annan sunnudag í hverjum mánuði og messar í Landakirkju. Segist hann eiga mjög gott samstarf við prestana í Eyjum, Guðmund �?rn og Viðar.
Og hann sýndi að hann kann til verka. Börnin voru klædd í fallega hvíta kirtla og stelpurnar voru með blóm í hárinu. Mariusz sagði að kirtlarnir væru saumaðir í Póllandi og eru algengari í dag en áður.
Söfnuðurinn tók virkan þátt í messunni og blaðamaður hafði á tilfinningunni hvenær farið var með Faðirvorið og Trúarjátninguna og nokkrum sinnum bar nafn Jesú á góma. Að lokinni predikun talaði Mikolaj til barnanna og sumt var á léttu nótunum því mikið var hlegið. Tónlistin var í léttari kantinum og sáu fermingarbörnin um sönginn. Tóku þau m.a. Halelujalagið hans Leonards Coen þar sem strákur og stelpa skiptu á sig einsöngnum.
�?au hlutu síðan blessun frammi við altarið og meðtóku heilagt sakramenti. �?á fékk hvert þeirra hvíta rós sem þau færðu foreldrunum.
Ferming hjá Pólverjum er tvískipt. Seinni athöfnin er þegar börnin eru orðin 14 til 16 ára gömul og þá sér biskup um athöfnina. �??Á eftir var hver fjölskylda með sína veislu og fermingarbörnin fengu gjafir eins og hjá ykkur. Hjá okkur voru pabbi og mamma, bróðir minn og kærastan hans og nokkrir vinir okkar ofan af landi. Í sumar förum við til Póllands og þá verður slegið upp veislu með fjölskyldum okkar og eru amman og langamman sem búa úti mjög spenntar,�?? sagði Mariusz að endingu.