Sandra Erlingsdóttir og Friðrik Hólm Jónsson hlutu fréttabikarana um síðustu helgi og fyrir vikið eru þau Eyjamenn vikunnar að þessu sinni. Sandra var lykilmaður í meistaraflokki kvenna þar sem hún skoraði m.a. 97 mörk í 20 leikjum. Friðrik Hólm spilaði 16 leiki fyrir aðallið ÍBV ásamt 10 leikjum með U-liðinu áður en hann varð fyrir meiðslum.
Draumurinn að spila í meistaradeildinni
Nafn: Sandra Erlingsdóttir.
Fæðingardagur: 27. júlí árið 1998.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Birgir Richardsson, svo á ég tvo litla sæta bræður sem heita Elmar og Andri.
Draumabíllinn: Hvítur Volkswagen Golf.
Uppáhaldsmatur: Steiktur fiskur hjá afa.
Versti matur: Bjúgu.
Uppáhalds vefsíða: Facebook og hmagasin.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Róleg gömul lög.
Aðaláhugamál: Handbolti og flest öll hreyfing.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Usain Bolt.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Bahamas.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Isabelle Gulldén og auðvitað ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei, ég get ekki sagt það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Handbolta og allt sem fylgir því.
Uppáhaldssjónvarpsefni: �?g og amma erum komnar á 4. seríu af Grey’s anatomy en svo er Skam líka í miklu uppáhaldi.
Ertu ánægð með tímabilið sem var að ljúka: Já, heilt yfir getum við verið sáttar en auðvitað eru fullt að af hlutum sem hefðu mátt fara betur sem við lærum af.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hljóta fréttabikarinn: �?etta eru virkilega skemmtileg verðlaun og hvetja mann til þess að halda áfram að æfa vel og fylgja markmiðum sínum.
Hver eru þín persónulegu markmið sem handboltamaður: Halda áfram að vera dugleg að æfa, komast fast inn í A-landsliðshópinn og nýta sumarið vel fyrir næsta tímabil eru mín skammtíma markmið en þegar lengra er litið þá er það að verða mikilvægur leikmaður í landsliðinu og spila í meistaradeildinni draumur síðan í æsku.
Svona verðlaun ýta bara á mann að gera enn betur
Nafn: Friðrik Hólm Jónsson.
Fæðingardagur: 3. des.1998.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Jón Steinar og Júlía Elsa, svo á ég eina eldri systir sem heitir Íris Eir og yngri bróðir sem heitir Kristján Logi.
Draumabíllinn: �?að mun vera Nissan GTR.
Uppáhaldsmatur: Erfitt að velja en ætli maður segi ekki bara hamborgarahryggur á jólunum með eplasalati og brúnum kartöflum.
Versti matur: Súrmatur er ekki í miklu uppáhaldi.
Uppáhalds vefsíða: �?tli það sé ekki bara klassíska facebook og youtube, svo er alltaf gaman að skoða fimmeinn og fotbolta.net.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara allskonar tónlist, allt frá rappi upp í rokk en ungverska Eurovision lagið er í uppáhaldi eins og er.
Aðaláhugamál: Handbolti.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Væri til í að hitta báða afa mína.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar er alltaf fallegasti staðurinn.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uwe Gensheimer leikmaður PSG og auðvitað er ÍBV uppáhalds íþróttafélagið.
Ertu hjátrúarfull/ur: Kannski ekki mikið en ég fer alltaf í hægri sokkinn á undan þeim vinstri fyrir leik.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Spila handbolta með ÍBV.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends, Top Gear og The Grand Tour.
Ertu ánægður með tímabilið sem var að ljúka: �?að er alltaf skemmtilegra að vinna titil en við gerum bara betur á næsta tímabili. Líka leiðinlegt að missa af 10 vikum vegna meiðsla.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hljóta fréttabikarinn: Ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun og svona verðlaun ýta bara á mann að gera enn betur.
Hver eru þín persónulegu markmið sem handboltamaður: Draumurinn er alltaf að gera þetta að atvinnu og það er bara markmiðið eins og staðan er núna.