Munnhörpuleikarinn margfrægi �?orleifur Gaukur er mættur á land eftir nám í Berklee College of Music. Í þetta skiptið tekur hann með sér Ethan Jodziewicz, einn fremsta Roots-bassaleikara heims. Ethan er á milli túra með Grammy-tilnefndu Sierra Hull og hefur hann spilað með öllum frá Bela Fleck til David Grisman.
Einstök blanda þeirra af Bluegrass og Djass er fersk og orkumikill spuni þeirra heldur áheyrendunum spenntum. �?eir ná að sýna að þessar tónlistarstefnur eru tengdari en margir halda. 16-24 maí taka þeir hringinn í kringum landið og ætla auðvitað að spila í Eyjum en tónleikarnir verða á Háaloftinu í kvöld frá kl. 21:15 til 23:00.
�?orleifur Gaukur
Munnhörpuleikarinn �?orleifur Gaukur hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá ungum aldri. Hann hefur spilað með KK, Kaleo, Victor Wooten, Bob Margolin, Peter Rowan, Tómas R. Einarsson, og mörgum fleirum. Haustið 2015 hóf hann nám við Berklee College of Music á fullum skólastyrk og fékk Clark Terry verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í fyrra. Hann hefur verið áberandi í Bluegrass senuni í Bandaríkjunum og er draumurinn að kynna landann fyrir þeirri tónlist.
Ethan Jodziewicz
Nashville bassleikarinn Ethan Jodziewicz þrífst í tónlist sem að blanda hefðum og framúrstefnu, tæknilegri færni með minimalisma og ástríðu. Sem rísandi stjarna í �??new-acoustic�?� tónlistarsenunni kemur hann með ást sinni á spuna, kammer tónlist, djassi, Bandarískri folk tónlist, og fönk til kontrabassans. Takmarkalaus spilamennska hans vakið athygli um öll Bandaríkin og er hann spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn.