Sameiginleg nefnd Bandalags vestmanneyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefndar hefur valið lagið “Heim til Eyja” eftir þá Hlöðver S. Guðnason og Helga Hermannsson sem goslokalagið 2017. Hljómsveit þeirra félaga, Hrafnar mun flytja lagið og verður það frumflutt um miðjan júnímánuð á helstu miðlum.
Lag þeirra félaga var valið úr 8 lögum eftir 15 höfunda sem send voru inn í samkeppni um Goslokalagið 2017. Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefnd vilja þakka öllum þeim sem sendu inn lög í samkeppnina. Ljóst er að mikið er til af hæfileikaríkum höfundum jafnt í laga- sem textagerð sem tengdir eru Eyjunum og vilja leggja sitt af mörkum við að viðhalda Eyjalagahefðinni. Stefnt er að því að gera þessa samkeppni að árlegum viðburði.