Flugfélagið Atlantsflug býður Vestmannaeyingum upp á flugsamgöngur milli flugvallarins á Bakka og Vestmannaeyja á heilsársgrundvelli. Flogið er milli 8 og 16 á daginn, en öðrum tímum samkvæmt samkomulagi. Flugtími er aðeins 10 mínútur og hægt er að bóka samdægurs. Veittur er afsláttur fyrir börn 2-12 ára og 67 ára og eldri. Fyrirtæki og hópar eru hvattir til að hafa samband fyrir tilboð á afsláttarkjörum. Atlantsflug býður einnig upp á hagstæð tilboð á bílaleigubílum gegnum Hertz sem hægt er að nálgast við komu á Bakka, og því er hægt að notfæra sér flugið frá Bakka til að ferðast til Reykjavíkur eða annað á Suðurlandi á þægilegan hátt. Á flugvellinum á Bakka eru einnig frí bílastæði.
Mæting í flug er 15 mínútum fyrir flug, og hámarks farangursheimild er 15kg. á farþega.
Hægt er að bóka flugið beint á netinu á www.flightseeing.is eða í bókunarsíma flugfélagsins 854-4105.
Flugfélagið Atlantsflug var stofnað árið 2004 og er í dag leiðandi fyrirtæki í útsýnisflugi á Suðurlandi, sem gerir út frá þremur starfsstöðvum sínum á Reykjavíkurflugvelli, Skaftafelli og Bakka.
Fréttatilkynning.