Karlakór Vestmannaeyja er orðinn ein af stoðum menningarlífsins í Vestmannaeyjum auk þess að leiða saman karla á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn. Á þeim tveimur árum síðan kórinn var stofnaður hefur vegur hans vaxið og vinsældirnar með. �?að sást á tónleikum kórsins í Eldheimum á fimmtudagskvöldið þar sem mættu um 200 manns. �?ar sýndu �?órhallur Barðason, stjórnandi kórsins og hans menn hvað í þeim býr þegar kemur að því gefa fólki tækifæri á að svífa á vængjum söngsins. Lagavalið er fjölbeytt, sönggleðin mikil og stjórnandinn leiftrandi skemmtulegur sem er formúla sem getur ekki klikkað.