Mikið líf og fjör var í versluninni Póley þegar hún hélt upp á tíu ára afmælið sitt. Mágkonunar Erna Sævaldsdóttir og Kristný Tryggvadóttir ákváðu fyrir tíu árum að skapa sér sitt eigið tækifæri í að vinna við það sem þeim þykir skemmtilegt.
�?að var svo fyrir þremur árum sem Erna ásamt eiginmanni sínum Gylfa Sigurjónssyni keyptu Kristný út úr versluninni og hefur Erna stýrt skipinu ein síðustu þrjú ár, en segist jafnframt vera með besta starfsfólkið sem skiptir miklu máli.
Póley hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Fyrir sjö árum flutti verslunin við Bárustíg sem var mikið gæfuspor. Einnig hefur vöruúrvalið aldrei verið meira og glæsilegra, en Erna flytur mikið af vörunum inn sjálf ásamt því að versla við heildverslanir á höfuðborgasvæðinu.
Reksturinn gengur vel, segir Erna og talar um velvild sé hjá Eyjamönnum að versla í heimabyggð, en einnig hefur mikið að segja að ferðamaðurinn mætir á svæðið þegar Landeyjahöfn virkar. Erna er bjartsýn á framhaldið og hlakkar til komandi ára í Póley.