Matarsóun er gríðarlega alvarlegt nútímavandamál sem lýsir sér þannig að fullkomlega ætur matur ratar af einhverjum ástæðum í ruslatunnur fólks í stað á matardiska þess. Eins og flestir vita þykir það ekki sérlega góður siður að leifa mat, ekki nóg með að þá fari maturinn sjálfur til spillis og enginn fær að njóta hans, heldur er um leið verið að sóa fjármunum og auðlindum jarðar. �?ar að auki tekur maturinn mikið pláss á urðunarstöðum heimsins en talið er að um 1,3 milljón tonna af mat sé hent árlega í heiminum.
Hvað er matarsóun?
Síðustu ár hefur verið mikil vitundarvakning um fyrirbærið matarsóun, bæði vegna þess gríðarlega magns matvæla sem fara forgörðum og svo vegna umhverfisáhrifanna sem fylgja. Samkvæmt skilgreiningu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er matarsóun tap á ætum mat. �?ætur matur eins og eggjaskurn, bein, ávaxtahýði og þess konar matvæli sem er fleygt er því ekki talið sem matarsóun samkvæmt FAO. Á vefsíðunni matarsóun.is segir að þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fari beint í ruslið eða um 1.3 milljón tonn á ár hvert í heiminum. Í stað þess að fara í ruslið gæti þetta magn af mat mögulega brauðfætt milljónir manna og minnkað hungursneyð í heiminum svo um munar. Eins og fyrr segir hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif og ef maturinn er ekki nýttur sem skildi eykst magn úrgangs sem þarf að urða allverulega. Fjárhagslega hefur þetta einnig mikil áhrif á heimilin í landinu sem kaupa alla jafna of mikinn mat, eða allt að þriðjungi of mikið ef marka má ofangreindar tölur. Talið er að á Vesturlöndum hendi hver einstaklingur nýtanlegum mat að andvirði 60.000 króna á ári. Í fjögurra manna fjölskyldu gerir það 240.000 krónur. �?að er því alveg ljóst að töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur fæst af því að minnka matarsóun.
Aðgerðir gegn matarsóun
Á vef Umhverfisstofnunnar eru nokkur einföld en gagnleg húsráð til að sporna við matarsóun, eitthvað sem allir mættu tileinka sér í meira mæli:
1. Skipuleggðu innkaupin: Gerðu mataráætlun og innkaupalista með matinn í ísskápnum og skápunum í huga.
2. Athugaðu dagsetningar: Lærðu muninn á �??síðasti neysludagur�?? og �??best fyrir�?? dagsetningum. [Síðasti neysludagur markar lok þess tímabils sem varan heldur gæðum sínum. Eftir dagsetningu síðasta neysludags er óheimilt er að dreifa vörunni. �?etta eru t.d kælivörur með minna en fimm daga geymsluþol. Ef vara er merkt með Best fyrir þá er oftar en ekki í lagi með vöruna ef varan er geymd rétt, þrátt fyrir að hún sé komin fram yfir Best fyrir dagsetninguna. �?að sem sker úr um hvort varan sé í lagi má segja að sé skynsemi neytandans hverju sinni og metur hann vöruna með skynfærum sínum, tungu, nefi og augum og getur þar af leiðandi metið hvort hún sé neysluhæf].
3. Hafðu fjármálin í huga: Mundu að mat sem er hent er í raun peningi kastað á glæ.
4. Stilltu ísskápinn rétt: Gakktu úr skugga um að hitastigið í ísskápnum sé rétt stillt.
5. Geymdu matinn á réttan hátt: Merktu hvenær þú opnar vörur svo þú áttir þig á hvað þær eru orðnar gamlar.
6. Skipulegðu ísskápinn: Raðaðu elstu vörunum fremst til að nota það elsta fyrst.
7. Eldaðu rétt magn: Notaðu minni diska og minnkaðu þar með bæði matarsóun og of stóra skammta.
8. Notaðu afgangana: Gakktu vel frá afgöngum og borðaðu daginn eftir.
9. Notaðu frystinn: Ýmisskonar afganga má frysta og nota síðar, t.d. umfram mat, ávexti, grænmeti, rjóma og kryddjurtir.
10. Búðu til moltu: Breyttu lífrænum úrgangi í moltu sem nýtist síðan sem jarðvegsbætir.
Til viðbótar má nefna að láta ekki lögun ávaxta og grænmetis skipta máli þegar verslað er, nýta afslætti á vörum sem eru að renna út ef kostur er, nýta matvæli sem eru að skemmast og að lokum gefa matvæli sem eru í góðu lagi ef viðkomandi ætlar ekki að nota þau.
Grunnskóli Vestmannaeyja sker upp stríðsör gegn sóun matar
23. janúar sl. voru gerðar áherslubreytingar í matartímum 1. �?? 5. bekkjar GRV. Í samstarfi við starfsfólk skólans var ákveðið að láta nemendur taka meiri ábyrgð á matarskömmtun og þar af leiðandi kenna þeim að fá sér mátulegt magn af mat á diskinn og klára af honum í stað þess að leifa og henda. Jafnframt voru afgangar nemenda vigtaðir á meðan verkefninu stóð. Á rúmum tveimur mánuðum kom í ljós að hver nemandi hendir að meðaltali 16,1 g. af mat á hverjum degi. Nemendum í 3. bekk tókst oftast að henda engum mat eða alls sex sinnum. Sá matur sem mest var hent af voru svokallaðar fiskisteikur en 65, 5 g. fóru í ruslið á hvern nemenda að meðaltali. Kjúklingalæri voru í öðru sæti á þessum lista með 58,5 g. en fast á hæla kjúklingalæranna kom ítölsk pastasúpa með 58, 4 g. á hvern nemenda. Leiða má líkum að því að nemendum líki best við grjónagraut samkvæmt niðurstöðunum en einungis 5,5 g. fór að meðaltali í ruslið af honum. Kjúklinganaggar komu þar í öðru sæti með 7,4 g. og svo steiktur fiskur þar á eftir með 8,7 g. að meðaltali. Ef skoðað er hvaða bekkur henti minnstum mat þá kemur í ljós að 3. bekkur bar af þar sem hver nemandi henti að meðaltali 11,5 g. á dag. Hinir bekkirnir voru allir nokkuð jafnir í matarsóun sinni á bilinu 21,5 g. til 25,4 g. að meðaltali á hvern nemanda á dag.
Krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga í byrjun
Blaðamaður ræddi við �?skar Jósúason, deildarstjóra GRV í Hamarsskóla, um verkefnið sem að hans sögn hefur gengið nokkuð vel til þessa þó svo alltaf megi gera betur. Hver var kveikjan að þessu verkefni? �??�?að var í raun engin ein kveikja að þessu. Matsalurinn okkar í Hamarsskóla er ekki hannaður fyrir að vera matsalur og því erum við í stöðugri þróun með hann. Um áramótin var mikil umræða um matarsóun sem við tókum í umræðuna varðandi breytingar á matsalnum okkar. Við erum með virkilega gott starfsfólk innan GRV og þær stúlkur sem sjá um að eldhúsið og matsalinn sýndu mikinn vilja að prófa þetta. �?að má þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra aðild að málinu,�?? segir �?skar.
Hafa krakkarnir verið jákvæðir gagnvart þessu? �??Krakkarnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga, sérstaklega í byrjun, en mismikinn. Við fengum Einsa Kalda til að tala um matarsóun við krakkana og hvetja þá áfram. Í byrjun sáum við mikinn mun en við þurfum að vera duglegri að sýna þeim niðurstöðurnar og vinna með þessar tölur en það er kominn grundvöllur fyrir alls kyns verkefni bæði tengt stærðfræði, samfélagsfræði og heimilisfræði svo eitthvað sé nefnt,�?? segir �?skar sem er ekki viss um hversu mikil vitundarvakningin meðal nemenda sé. �??�?g get ekki sagt fyrir með fullvissu að það sé einhver vitundarvakning hjá nemendum vegna þess sem skólinn er að gera. En það er eflaust persónubundið hve mikið nemendur taka þetta verkefni alvarlega.�??
Verður þetta fyrirkomulag til frambúðar? �??�?að er stefnan að við höldum áfram með þetta verkefni, en það er í stöðugri þróun eins og allt innan skólans. Við erum alltaf að reyna að gera betur,�?? segir �?skar að lokum.