�?órdís �?lfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu nýverið áframhaldandi samstarfssamning. Íslandsbanki og ÍBV-íþróttafélag hafa átt farsælt samstarf um langt skeið. Á árinu rennur út gildandi samningur og nú liggur fyrir nýr samningur um áframhaldandi og enn meiri stuðning Íslandsbanka við öfluga starfsemi ÍBV Íþróttafélags.
Nýi samningurinn gildir fyrir árin 2017 til 2019 og á þeim tíma mun Íslandsbanki vera einn aðalstyrktaraðili félagsins fyrir handknattleiks- og knattspyrnulið
ÍBV. Samningurinn tekur yfir starfsemina frá þeim elstu til þeirra yngstu. Með aðaláherslu á yngra flokkastarf félagsins. Íslandsbanki leggur mikið upp úr því að viðhalda og efla unglingastarf innan félagsins og er samningurinn einn liður í því.
�??�?flugt unglingastarf er undirstaða í starfsemi allra íþróttafélaga og þar verður til sá auður sem ÍBV Íþróttafélag byggir á. Íslandsbanki er og verður áfram öflugur bakhjarl íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum,�?? segir �?órdís sem er mjög ánægð með samninginn.
Á myndinni eru �?órdís og Íris við undirritun samningsins.