Árleg sumarstúlkukeppni fer fram næstkomandi föstudag í Höllinni en að þessu sinni eru það 19 stelpur sem taka þátt. Emma Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, settist niður með blaðamanni Eyjafrétta og fór yfir aðdragandann.
Hvernig hafa æfingar gengið? �??Afskaplega vel. �?etta er mjög samheldinn hópur, stelpurnar hafa verið jákvæðar, duglegar og almennt staðið sig vel,�?? segir Emma en hópurinn hefur m.a. verið að æfa tískusýningu og dans.
Á laugardaginn fóru stelpurnar í óvissuferð þar sem byrjað var á því að fara í Rib Safari. �??�?eir hjá Rib Safari voru svo almennilegir að bjóða okkur í bátsferð sem var mjög skemmtilegt. Eftir það var farið í ratleik út um allan bæ þar sem stelpurnar fóru m.a. í Íþróttamiðstöðina, þar sem þær sýndu listir sínar í rennibrautinni, og kíktu á golfvöllinn í eina sveiflu á æfingasvæðinu. Að loknum ratleiknum fóru stelpurnar á Tangann í súpu og salat hjá Hafdísi og Palla áður en þær skelltu sér í heitu pottana á Hótel Vestmannaeyjum. Eftir það hittust þær í kró niðri í bæ þar sem farið var í leiki og í bland við stórkostleg skemmtiatriði sem stelpurnar sjálfar höfðu samið,�?? segir Emma.
Eins og fyrr segir fer Sumarstúlkan fram næsta föstudag og verður í Höllinni eins og fyrri ár. Hvernig leggst kvöldið í þig? �??Rosalega vel, undirbúningur gengur vel og allt að smella saman svo hef ég ekki trú á öðru en að stelpurnar eigi eftir að standa sig vel og því sem meira máli skiptir eigi eftir að njóta kvöldsins til hins ítrasta,�?? segir framkvæmdasjórinn og þakkar fyrir sig. �??Að lokum vil ég þakka Rib Safari, Tanganum, Hótel Vestmannaeyjum og öllum öðrum sem komu að óvissuferðinni. �?að er algjörlega frábært og í raun ómetanlegt að einstaklingar og fyrirtæki hérna í Eyjum séu tilbúin til að aðstoða í þessu verkefni, bæði í óvissuferðinni og á kvöldinu sjálfu. Án þeirra væri þetta ekki hægt.�??