�?rír frá ÍBV í A-landsliði karla.
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið leikmannahópinn fyrir Gjensedige Cup sem fram fer í Noregi (Elverum) dagana 8. �?? 11. júní. �?eir leikmenn sem leika í þýsku deildunum komast ekki í þetta verkefni ásamt því að Geir Sveinsson gaf leikmönnunum Aroni Pálmarsyni, Ágeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni frí í þetta verkefni. Fulltrúar ÍBV eru þeir Theodór Sigurbjörnsson, Stephen Nielsen og Kári Kristján Kristjánsson.
Sandra Erlingsdóttir hefur verið valin í 22 manna A-landsliðshóp sem mun æfa og keppa hér á landi og í Danmörku í sumar. Landsliðið sem er undir stjórn Axels Stefánssonar er að hefja undirbúning fyrir undankeppni Evrópumótsins 2018 sem hefst í haust.
Bjarni Fritzson, þjálfari U-19 ára landsliðs karla hefur valið æfingahóp fyrir sumarið 2017.
U-19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í �?ýskalandi 29.júní – 2. júlí, en í ágúst fer svo fram HM U-19 ára landsliða í Georgía og þar verða strákarnir okkar meðal þátttakenda. Elliði Snær Viðarsson er fulltrúi ÍBV í hópnum en þess má geta að Elliði var einnig valinn í U-21 árs liðið, enda hefur hann staðið sig frábærlega í vetur.