Eyjakonur þurftu að sætta sig við 3:1 tap gegn sterku liði �?ór/KA í Pepsi-deild kvenna sl. fimmtudag. Fyrir leik voru Akureyringar á toppi Pepsi-deildarinnar en ÍBV í fjórða sæti með tíu stig.
Akureyringar komust yfir eftir 17 mínútna leik en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin úr vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar og voru liðin jöfn þegar flautað var til hálfleiks. �?að var ekki fyrr en á 81. mínútu sem að �?ór/KA komst aftur yfir en þá skoraði Sandra Mayor mark heimamanna. Nokkrum mínútum síðar bætti nafna hennar Sandra María Jessen við þriðja markinu fyrir �?ór/KA og jafnframt því síðasta í leiknum.
Sanngjarn sigur á Breiðabliki
ÍBV og Breiðablik mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna á Hásteinsvelli á mánudag þar sem Eyjakonur fóru með sigur að hólmi, lokastaða 2:0.
Á 10. mínútu leiksins kom Katie Kraeutner ÍBV yfir eftir fínan sprett Cloé Lacasse upp kantinn en þaðan endaði boltinn hjá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem síðan skilaði honum yfir á Katie. Staðan 1:0 og martraðarbyrjun hjá Kópavogsliðinu. Næstu mínútur skiptust liðin á að sækja og fór þar mest fyrir Cloé Lacasse í liði Eyjakvenna en hún átti enn einn stórleikinn og reyndi hvað eftir annað á vörn gestanna.
Aftur rataði boltinn í net gestanna á 25. mínútu leiksins en þá slapp Kristín Erna í gegn og kláraði færi sitt með góðu skoti, óverjandi fyrir Sonný Láru �?ráinsdóttur í marki Breiðabliks. Umdeilt atvik átti sér stað eftir tæpan 40 mínútna leik þegar Cloé Lacasse féll við inni í vítateig eftir viðskipti sín við varnarmann Blikanna. Dómarinn sá hins vegar ekkert athugavert og áfram hélt leikurinn.
Liðsmenn ÍBV mættu sterkar til leiks í síðari hálfleik en Rut Kristjánsdóttir ógnaði marki gestanna í tvígang með stuttu millibili á upphafsmínútunum. Sömuleiðis áttu Blikar fína spretti og sóttu án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Lokastaðan því 2:0 sigur ÍBV á Breiðabliki, virkilega kærkominn og sanngjarn sigur.