�??Ykkar fólk hefur verið mjög fylgið sér og hefur náð árangri. Staðið sig vel í að berjast fyrir bættum samgöngum,�?? sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra þegar hann ávarpaði samgöngufundinn sem haldinn var síðasta miðvikudag í gegnum netið. �??Nú erum við að fá nýjan Herjólf á næsta ári sem er langþráður áfangi og tilhlökkunar efni að það skuli vera að koma. Við höfum orðið vör við það á undanförnum dögum og vikum hversu mikilvægt það er að hafa gott skip sem siglir milli lands og Eyja og vissulega höfum við miklar væntingar til nýja skipsins sem er sérstaklega hannað miðað við þær aðstæður sem við er að etja.�??
Jón sagði að komið hefði fram mjög skýr vilji bæjarstjórnar til að koma frekar að rekstri Herjólfs. �??�?g er mjög jákvæður gagnvart þeirri hugmynd og tel eðlilegt að svona mikil nærþjónusta, eins og samgöngumálin eru séu með aðkomu sveitarstjórnanna og jafnvel á þeirra ábyrgð að einhverju leyti,�?? sagði Jón og bætti við að hafin er vinna í samgönguráðuneytinu til að finna út leiðir til að fara ekki hefðbundnar útboðsleiðir. �?tilokar hann ekki að ganga beint til samninga við heimamenn.
�??Um að þeir verði ábyrgari fyrir rekstrinum og haldi utan um hann. �?g tel að það geti orðið til þess að þjónustan verði sveigjanlegri og meira í takt við þarfir íbúanna, Eyjanna og atvinnulífsins á hverjum tíma. Bæta megi við aukaferðum ef því er að skipta því menn hafa betur puttann á púlsinum hvað þjónustustigið varðar.�??
Miklar rannsóknir í gangi
Jón sagði öllum kunn vandræðin með Landeyjahöfn sem voru að hluta ófyrirséð. �??�?arna eru erfiðar aðstæður og við verðum að sýna því virðingu. �?róun hafnarinnar heldur áfram og miklar rannsóknir í gangi sem snúa að því að skoða hvaða skref þurfi til að tryggja að siglingar verði öruggar á heilsársgrundvelli til Landeyjahafnar. �?að er okkur öllum mikið hagsmunamál og kemur inn á rekstur samgangna við Vestmannaeyjar. Líka tíðni vegna ferðaþjónustu og íbúanna. Sú vinna er í fullum gangi og berum við væntingar til þess að hægt verði að leita varanlegra lausna s.s. með búnaði sem dælir sjálfvirkt úr höfninni og breytingum á görðum ef á þarf að halda. �?að er mikilvægt að flana ekki að neinu í þessum efnum heldur stunda rannsóknirnar vel og ítarlega. Stíga svo skref sem við teljum að geti verið til árangurs.�??
Sá gamli verður áfram
Jón sagði að reynsla síðustu daga og vikna hafi sýnt nauðsyn á hentugu varaskipi fyrir Vestmannaeyjar ef eitthvað kemur upp á. �??Við horfum til gamla Herjólfs sem kveður okkur á næsta ári. �?ó nýtt skip sé að koma getur það bilað, eitthvað getur komið upp á og svo er reglubundið viðhald nauðsynlegt. �?g mun því beita mér fyrir því að gamli Herjólfur verði í landinu sem nokkurs konar varaskeifa fyrir þessar siglingar. �?að hafa margar hugmyndir komið upp um í hvað mætti nýta Herjólf en í mínum huga þarf að samþætta það með þeim hætti að skipið geti verið til vara fyrir þessa leið.�??
Jón sagði að ráðamenn í Vestmannaeyjum leggi mikla áherslu á þetta og er hann sammála því. �??Við getum ekki látið það sem hér hefur gerst endurtaka sig.�??
Sláandi tölur um ferðakostnað
Hann sagði um gjaldskrá Herjólfs og kostnað fólks við ferðir til og frá Eyjum. �??�?etta eru sláandi tölur og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að skoða reglulega. Auðvitað vonum við það að með fleiri ferðum í Landeyjahöfn og að sjaldnar þurfi að sigla í �?orlákshöfn muni þetta breytast. �?að þarf líka að skoða það, að gjaldtakan verði jöfn hvort sem siglt er til �?orlákshafnar eða ekki. �?etta þurfum við að setjast yfir með bæjarstjórninni og ekki síst ef við komumst að samkomulagi um breytt rekstrarfyrirkomulag. �?etta þarf að vera þannig að það sé ekki þvingandi fyrir fjölskyldur að ferðast til og frá Eyjum. �?etta á líka við um ferðamenn, að þeim þyki kostnaðurinn ekki of mikill.�??
Breyttar rekstrarhorfur
Jón sagði rekstrarforsendur breytast mjög mikið með nýju skipi. Eldsneytiskostnaður verði minni og færri þurfi í áhöfn. Áætlar hann að við það sparist 300 til 400 milljónir á ári. �??Við þurfum að finna leið til þess með heimamönnum að stilla gjaldskrána af þannig að þetta verði ásættanlegt sem er grundvallaratriði í uppbyggingu Eyjanna og annarra samfélaga, að samgöngur séu traustar. �?að er grundvöllurinn til að efla athafnalíf og gera það fjölbreyttara og þar með mannlíf á viðkomandi stöðum. Við eigum að sameinast um að það séu bjartari tímar framundan í samgöngumálum Eyjanna og ég get fullvissað ykkur um að ég mun leggjast á árar með bæjarstjórninni að finna bestu lausnina sem til er til að treysta samgöngur til ykkar og ganga þannig frá málum að þær verði með sem hagkvæmustum hætti,�?? sagði Jón Gunnarsson að endingu.