Í byrjun apríl kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Er bilunin staðsett u.þ.b. 3 km norðan við Eyjar. Vinna við aðgerðaráætlun hefur staðið yfir um tíma og nú er viðgerð að hefjast.
Í dag, hvítasunnudag, kom kapalskipið Isaac Newton til hafnar í Vestmannaeyjum. Viðgerðin er umfangsmikil og gert er ráð fyrir að hún taki um 14 daga ef allt gengur eftir.
�??Við skrifum í dag undir samning um skipið sem verður notað við viðgerðina,�?? sagði Seinunn �?orsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir á miðvikudaginn. �??�?að heitir Isaak Newton og er núna í höfn í Rotterdam þar sem það er verið að lesta það með viðgerðarefni og öðrum búnað fyrir
viðgerðina á VM3. Reiknað er með að það fari úr höfn síðar í dag og ætti að vera í Eyjum á hvítasunnudag. Gerum ráð fyrir að viðgerðin taki 14 daga, ljúki í kringum 18. júní ef allt gengur að óskum.�??
Eins og sjá má á myndinni er Isaac Newton engin smásmíði og er Sigurður VE, flaggskip Eyjaflotans ekki stór í samanburði við það.