ÍBV og Valur mættust í 6. umferð Pepsi-deildar karla í dag þar sem Eyjamenn þurftu að sætta sig við 2:1 tap gegn heimamönnum. Sigurður Egill Lárusson reið á vaðið snemma leiks og kom Valsmönnum yfir en Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn fyrir Eyjamenn undir lok fyrri hálfleiks. �?að var síðan Sveinn Aron Guðjohnsen sem kláraði leikinn fyrir Val á 73. mínútu.