�??Svo sem kunnugt er rekur Eimskip Herjólf. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um hver afkoman er af þessum siglingum og Vegagerðin hefur ekki stöðu til að krefjast þess að reikningar Eimskips varðandi þennan þátt starfsemi félagsins verði gerðir opinberir,�?? sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra þegar hann var spurður um fullyrðingar á fundi um samgöngumál, en neitað af rekstrarstjóra Herjólfs, að hagnaður Eimskips af rekstri ferjunnar sé allt að 400 milljónir á ári. Líka hvort ekki sé eðlilegt að reikningar yfir reksturinn séu opinberaðir.
Jón svaraði nokkrum spurningum Eyjafrétta þar sem farið var yfir stöðuna í samgöngumálum Eyjanna. Hefur hann væntingar um að nýtt skip verði til bóta og stöðugt sé unnið að því að þróa Landeyjahöfn þannig að hún geti betur þjónað Eyjamönnum.
�??Eyjamenn hafa lýst þeim vilja sínum að sveitarfélagið reki sjálft Herjólf og tryggi eins og kostur er greiðar samgöngur á milli lands og Eyja. �?að sjónarmið styður við hugmyndir um að almenningssamgöngur, eins og siglingar Herjólfs á milli lands og Eyja eru, séu í höndum sveitarfélagsins, rétt eins og almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru. �?ó ber að hafa í huga að rekstur ferjunnar er hins vegar útboðsskyldur að óbreyttu og Vestmannaeyjabæ er frjálst að bjóða í hann,�?? sagði Jón.
Ef hagnaður er þetta mikill, er ekki eðlilegt að hann verði nýttur til að lækka fargjöld og auka þjónustuna?
�??Vísað er til svars við spurningunni hér að ofan. Verðlagning þjónustu Herjólfs ákvarðast á grundvelli útboðs. Síðan koma til niðurgreiðslur ríkisins á siglingum ferjunnar sem voru um 740 milljónir á síðasta ári. Með tilkomu nýs Herjólfs á næsta ári munu forsendur breytast. Nýja ferjan verður mun hagkvæmari í rekstri en sú sem nú er í förum, bæði verður eldsneytiskostnaður minni, færri skipverjar verða í áhöfn og frátafir eiga að verða minni vegna þess að nýi Herjólfur hentar mun betur til siglinga í Landeyjahöfn. Fyrirhugað er að fara í útboð á rekstri nýja Herjólfs á þessu ári og gert er ráð fyrir að niðurstaða verði komin í það um áramótin hver reka mun skipið næstu árin.
500 milljóna halli í byrjun árs
Nú er komið í ljós að ferjan Baldur er engan veginn útbúin til siglinga milli lands og Eyja sem hefur mikil áhrif á allt í Vestmannaeyjum, ferðamennsku og annað atvinnulíf auk áhrifanna á almennt mannlíf í Eyjum. Hefur þú kannað hjá Vegagerðinni hvort þetta sé spurning um peninga eða hvort skip sem hefði getað hentað hafi hreinlega ekki fundist?
�??Fyrst ber að nefna að mikill halli hefur verið á viðfanginu �??styrkir til ferja�?? vegna siglinga til Vestmanneyja allt frá árinu 2010,�?? sagði Jón.
�??Vegagerðin hefur ekki ennþá fengið leiðréttingu vegna þessa halla þrátt fyrir ítrekaðar óskir og ekki heldur verðbætur á fjárveitingu hvers árs, þó svo að samningar við rekstraðila séu verðbættir. Hallinn hefur því vaxið ár frá ári og var í byrjun þessa árs hátt í 500 milljónir króna. �?að er alveg ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að fá afleysingaferju erlendis frá þegar Herjólfur þarf að fara frá, það hefur á fyrri árum oft verið reiknað og reynt.
Miðað við stöðu fjármála var Vegagerðinni því sá eini kostur fær að leita til Sæferða, sem eru með útgerð Baldurs, sem er eina ferjan hér á landi sem getur leyst Herjólf af. Stofnuninni er ekki heimilt að stofna til viðbótar útgjalda miðað við stöðu fjárheimilda. Í sögulegu samhengi hafa siglingar til Landeyjahafnar verið stöðugar í maímánuði öll árin frá því Landeyjahöfn var opnuð árið 2010. �?að var því mat sérfræðinga og þeirra sem um málið fjölluðu að slipptaka Herjólfs í maí og að fá Baldur í verkefnið væri lang besti og í raun eini kosturinn í þröngri stöðu. Vegagerðin hefur samt haldið áfram á síðustu vikum að afla gagna um hugsanleg afleysingaskip erlendis frá, ef til frekari fjarveru Herjólfs kæmi og fjármögnun yrði tryggð.�??
Baldur uppfyllir öll skilyrði
Jón sagði að sú fullyrðing að Baldur sé ekki útbúinn til siglinga milli lands og Eyja sé ekki rétt, því frá og með 1. maí sl. til 30. september nk. er hafsvæðið milli Vestmanneyja og Landeyjahafnar skilgreint sem C-hafsvæði og uppfylli Baldur öll þau skilyrði sem þarf til siglinga þar á milli.
�??Núverandi Baldur hefur hins vegar ekki leyfi til að sigla milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar en það svæði er skilgreint sem B-hafsvæði. Eldri Baldur fékk undanþágu til að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar sem var skilgreint sem B-hafsvæði allt árið, eða þar til í október 2016, en hafði einnig leyfi til siglinga milli Vestmanneyja og �?orlákshafnar ef tilefni yrðu til.
Vegagerðin og rekstraraðili núverandi Baldurs hafa óskað eftir undanþágu á sama hátt og fengin var fyrir eldri Baldur en því hefur verið hafnað, vegna þess að reglur heimila það ekki. Frá því Baldur hóf siglingar til Eyja fyrr í mánuðinum hefur aðeins einn dagur alveg fallið niður en það var fyrsti dagurinn, 2. maí. Frá þeim tíma hafa verið sigldar ferðir til Landeyjahafnar alla daga. Tvo daga var aðeins farin ein ferð en alla aðra þrjár, fjórar eða fimm ferðir og frá 15. maí hafa verið farnar sex ferðir á dag án vandræða.�??
Allt í skoðun til að bæta höfnina
Fram kom á fundinum (fyrri samgöngufundinum) sem er staðfesting á því sem vitað hefur verið frá því höfnin var opnuð 2010 að hún stenst ekki væntingar og t.d. var og er sandburður mun meiri en gert var ráð fyrir. Eru frekari rannsóknir á höfninni fyrirhugaðar svo hún nýtist nýrri ferju allt árið?
�??Frá því að tekin var ákvörðun um að fresta smíði nýrrar ferju 2008 var vitað að erfiðleikar yrðu með siglingar til Landeyjahafnar yfir veturinn. Eftir að höfnin var tekin í notkun hefur komið í ljós að sandburður er meiri en danskir straum- sandburðasérfræðingar áætluðu.
Alveg frá því að erfiðleikarnir með sandinn byrjuðu hefur Vegagerðin �?? og áður forveri hennar Siglingastofnun �?? unnið að rannsóknum á því hvort draga megi úr sandburði í og við höfnina og bæta aðstæður til siglinga. Ýmsar lausnir hafa verið skoðaðar til að draga úr sandburði og hreyfingu ferjunnar m.a. að færa garða utar, dýpka meira, setja garða á rifið, breyta formi garða o.fl. Byggt hefur verið upp líkan af höfninni í rannsóknastöð Vegagerðarinnar til að rannsaka hvernig draga megi úr hreyfingu innan hafnar og liggja þær niðurstöður fyrir. Einnig hefur verið unnið að athugunum á hvernig dýpka megi í innsiglingunni yfir háveturinn og er að vænta tillagna frá Vegagerðinni um það á næstu vikum.�??
Nú er hafin smíði á nýrri ferju og vonandi stenst hún væntingar og siglingar í Landeyjahöfn verði þar með reglan en ekki undantekningin. Eftir stendur, hvernig sjá samgönguyfirvöld fyrir sér að halda höfninni opinni því eins og staðan er núna er ekki hægt að dæla upp úr höfninni nema í rúmlega meters ölduhæð sem gerist ekki oft yfir vetrartímann.
�??Vegagerðin verið að vinna að rannsóknum á hvernig standa eigi að dýpkun yfir háveturinn, eins og ég hef áður nefnt. Munu þær tillögur, að sögn Vegagerðarinnar, liggja fyrir á næstu vikum. Vegagerðin er nokkuð viss um að með öðrum dýpkunaraðferðum, þ.e. dýpkun frá landi, náist að halda dýpi nægilegu fyrir nýju ferjuna nema hugsanlega yfir háveturinn þegar fer saman þung alda og lág sjávarstaða.�??
Hefur sá möguleiki verið skoðaður að nauðsynlegt sé að fara í endurbætur á Landeyjahöfn?
�??Að sögn Vegagerðarinnar er stöðug vinna í gangi við að reyna að endurbæta Landeyjahöfn. Hins vegar er sandburður flókið mál og háður mörgum breytum eins og öldufari, ölduhæð, öldustefnu, öldulengd, formi botns, kornastærð, formi strandlengju o.s.frv. �?au reiknilíkön sem stuðst hefur verið við til að meta sandburðinn eru ekki nægjanlega þróuð eins og sandburðurinn í Landeyjahöfn hefur sýnt fram á. �?að er mat helstu ráðgjafa Vegagerðarinnar á þessu sviði að rétt sé að flýta sér hægt í að breyta höfninni og ekki fyrr en unnt er með góðri vissu að spá fyrir um hvað muni gerast ef höfninni verður breytt. Með nýrri ferju og dýpkunaraðferðum í Landeyjahöfn vonast Vegagerðin til að nýting hafnarinnar verði ásættanleg nema hugsanlega yfir háveturinn eins og ég nefndi áður.�??
Innanlandsflugið í skoðun
Flug var á árum áður hluti af almenningssamgöngum. Væri ekki ráð að nýta hluta af tekjum af hærri virðisaukaskatti á ferðaþjónustu til að niðurgreiða innanlandsflugið sem léttir á þjóðvegakerfinu og styrkir byggðir út um allt land, m.a. Vestmannaeyjar?
�??Framtíð innanlandsflugs og fyrirkomulag þess er til skoðunar í ráðuneytinu. �?ar á meðal er verið að skoða mögulegar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi innanlandsflugvalla sem og hvernig stuðla megi að bættum flugsamgöngum innanlands á markaðslegum forsendum. Meðal annars er til athugunar hvort til greina komi að styrkja flugfarþega af landsbyggðinni sem erindi eiga til höfuðborgarinnar. Vænti ég þess að tillögur um slíkt fyrirkomulag muni koma frá þeirri nefnd sem þessi mál hefur til skoðunar.
Varðandi tillögu fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts af ferðaþjónustunni þá hefur hún ekki verið samþykkt af Alþingi og fram eru komnar hugmyndir um mögulega frestun gildistöku hennar. �?að er því ótímabært af mér að gera tillögur um ráðstöfun skattfjár sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um að innheimta,�?? sagði Jón að endingu.