�?að er mikið um að vera í Grunnskólanum þessa dagana nú þegar skólalok eru á næsta leiti. Segja má að fjörið hafi byrjað með danssýningunni í Íþróttamiðstöðinni á miðvikudaginn þar sem nemendur frá fimm ára og upp í fimmta bekk sýndu listir sína. Í gær kynntu nemendur í 10. bekk lokaverkefni sín fyrir kennurum og foreldrum.
Nú standa yfir starfsfræðsludagar hjá 8. og 9. bekk og munu þau kynna sér fiskvinnsluiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn í Vestmannaeyjum. Í dag milli klukkan 10.00 og 11.00 verður kynning á verkefnum fyrir foreldra. Í dag verður líka dansað á Bárustíg og fram fer lokahátíð Fjölgreindaleikanna í Íþróttamiðstöðinni.
Á morgun fimmtudag er starfsdagur og útskrift hjá 10. bekk í Höllinni kl. 17:30. Skólaslit í GRV eru föstudaginn 2. júní og verða þau með nýjum hætti þetta árið og verða í Íþróttamiðstöðinni.
-Meðfylgjandi myndir tók �?skar Pétur Friðriksson